14.Janúar.2006. Kaffivéla sagan

Jæja þá er föstudagurinn 13 komin að enda, og ekkert óhappalegt hefur komið fyrir mig
. Kannski af því að ég fór ekki út úr húsi í dag því ég var að reyna að vinna að ritgerðinni minni í dag 
Annars er nú ekki mikið búið að gerast hjá mér síðustu daga, annað en það að ég flutti stuttan fyrirlestur, tók próf, fékk tilbaka einkunn úr ritgerð, keypti mér kaffivél og hélt upp á jólin.
WHAT? Er það ekki það sem þið eruð að hugsa. Jólin? Jú, jú bíðið bara róleg ég skal segja ykkur frá því  Að vísu er ég að hugsa um að deila þessu niður á nokkra daga. Þar sem ég hef ekki mikið að segja þessa dagana þá er eins gott að segja það sem ég hef í köflum.
Byrjum sem sagt á kaffivélinni. Ég fór sem sagt um daginn og keypti mér mína eigin kaffivél þó að við séum með kaffivél heima og pressukönnu. Málið er það að mér leiðast pressukönnur til að byrja með, þetta er lítil kanna og maður fær bara einn bolla og svo þegar maður vill meira kaffi, þá þarf að bíða eftir því að vatnið sjóði og svo að pressa og gera allt aftur. Þannig að ég ákvað að byrja að nota kaffivélina, og málið er það að í 10 ár ca, þá hef ég alltaf hellt eins upp á. Ég helli alltaf upp á heila könnu og svo drekk ég úr henni yfir nokkra klukkutíma, með kveikt undir könnunni. Ég meina þannig hef ég bara alltaf gert það, hef vanið mig á þetta og enginn fær því breytt. EN, þegar að ég byrjaði að gera þetta hér, þá hellti ég upp á, fékk mér einn bolla og fór inn í herbergi. Einhverjum tíma seinna þá fer ég fram að ná mér í meira kaffi og þá er slökkt á vélinni og allt kaffið orðið skítkalt. Í það skiptið var Helene einmitt að koma inn í eldhús og hún sagði bara: æ já ég slökkti á kaffivélinni. Þannig að ég bara: Ó, ok, hmmm. Hélt kannski að hún hafi bara ekki vitað að ég ætlaði að fá mér meir eða eitthvað. En svo gerist þetta aftur og aftur, og alltaf þegar að ég kom fram þá var enginn til að spyrja af hverju þau slökktu á vélinni, þó að kannan væri full af kaffi. Nema að loksins um daginn þá fer ég inn í eldhús og helene var þar og aftur sagði hún: já ég slökkti á kaffivélinni. Í þetta skiptið horfði ég frekar ringluð á hana og áður en ég náði að spyrja af hverju, þá segir hún að glerið í könnunni er svo þunnt að ef maður hefur kveikt á vélinni lengi þá springur glerið, og að þetta hafði komið fyrir þau einhvern tímann. Ok ég meina ég hef heyrt þetta áður, en þetta hefur aldrei gerst hjá mér og ég vil hafa kveikt á vélinni. Þannig að ég ákvað bara að í staðinn fyrir að stressa mig á þessu þá fór ég og keypti mér kaffivél fyrir 800 kall, og núna hef ég kveikt á vélinni eins lengi og mér sýnist, og ef kannan springur, screw it ég kaupi þá bara nýja. Ég meina ég er bara sérvitur þegar að það kemur að kaffimálum hjá mér. Ég á minn eigin kaffibolla, stóran og svartan og hann er MINN. Keypti hann þegar ég kom hingað og ég á hann og enginn annar fær að drekka úr honum, nema auðvitað ég sé ekki heima eða eitthvað. Svo á ég mína take away bolla og svo mínar kaffivéla venjur. Þannig er það bara
Ok, næsta saga annan dag
Hafið það gott þangað til

Leave a comment