9.Ágúst.2005. Hið langa, þreytta og pirraða ferðalag

Já svona rétt áður en ég byrja á löngu færslunni þá Þórhildur elskan mín ég er ekki farin fyrir fullt og allt. Ég kem aftur heim 29 ágúst í einhverja daga. Mér dytti ekki í hug að fara og kveðja ekki vini mína augliti til auglits áður en ég fer út í skólan
, og Rósa gellan þarna í þáttunum var að borða eitthvað upp úr skál og lætur það út úr sér “ hmm hvort er ég að borða kjúkling eða fisk?” ég meina veit flest fólk með heilbrigða bragðlauka ekki munin á fiski og kjúkling, eða þá að ég bara spyr hvaða wierd ass kjúkling og fisk borða kanar?? Jæja og þá er það langa ferðasagan: Jæja þá er ég komin til mömmu í
Sarajevo eftir mjög langt og þreytandi ferðalag. Ég og Eisi lögðum af stað út á flugvöll um 14 leytið á sunnudaginn og keyrði hann pabbi
minn okkur. Við náðum að grípa einn bjór og reykja nokkrar sígó og svo fórum við og eyddum miklum pening á nokkrum mínútum. Við keyptum okkur bæði linsur, þar sem það er svo ódýrt þarna upp á velli og svo varð ég auðvitað að kaupa mér maskara og ilmvatn ásamt tösku undir nýju fínu myndavélina mína sem ég fékk í útskriftargjöf frá familiunni hans Eisa. Svo 20 mín áður en ég átti að fara um borð skildu leiðir því ég flaug frá nýju álmunni þar sem maður þarf að fara í gegnum vegabréfsskoðun og sýna boarding passið sitt (man ekkert hvað það kallast). Þannig að Eisi fór aftur á barinn í aðalflugstöðinni og ég fékk mér hinsvegar bjór og nokkrar sígó niðri í reykherberginu. Þar einmitt settist ég hjá íslenskri konu sem hét Klara og var hún afskaplega þunn eftir gay pride og var eiginlega að verða aftur drukkinn eftir bjórinn sem hún var að drekka og með okkur sat norskur maður sem hét Óla (hahaha), og Klöru fannst afskaplega fyndið að sitja með stelpu sem hét strákanafninu Alex og manni sem hét stelpunafninu Óla. En já Klara færði mér svo þær sorgarfréttir að vélinni væri seinkað en þegar ég heyrði það þá öskraði ég upp yfir mig hvað það væri frábært, enda þýddi það minni biðtíma fyrir mig í
London. Að vísu var vélinni aðeins seinkað um einhvern hálftíma en ég meina hálftími er hálftími og ég náði menisegja að drekka annan bjór. Að vísu hefði ég nú viljað vita af þessari seinkun aðeins fyrr því þá hefði ég getað drukkið bjórinn
minn með Eisa en ég meina Klara og Óla voru fín. Já og svo eftir 3 tíma flug kom ég til London klukkan 21:00 og akkurat þegar ég lenti var verið að loka öllu á flugvellinum þannig að ég ákvað að fara að spyrjast fyrir hvað flugvallarhótel kostaði, heyriði dýrasta og fínasta hótelið var fucking 158 pund (ca 16000 kr fyrir nóttina) og ódýrasta var 85 pund (ca 9500 kr) og airport shuttle gæti skutlað mér í fyrsta lagi klukkan sex en ég átti að innrita mig klukkan 5. Þannig að ég gaf skít í hótelin (ég meina fucking rán um hádimmt kvöld) og afþakkaði boð frá skrítna manninum sem heyrði í mér og bauð mér að gista hjá sér (uch creep) og ákvað að eyða nóttinni á eina kaffihúsinu sem var opið 24/7. Þar settist ég þreytt og niðurdregin niður og fékk mér risastóran latte og byrjaði að spjalla við ameríska stelpu sem þurfti að bíða þangað til kl. 11 um morguninn (ég sem betur fer bara til 7). Hún var nú ekki sú skemmtilegasta sem ég hef kynnst en ég meina félagsskapur þó, einhver sem maður gat skilið draslið sitt eftir meðan maður fór á klóið . Að vísu lokuðu þeir reyksvæðinu á kaffihúsinu kl 2 því þeir þurftu að þrífa þannig að stelpan (hmmm sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir) fór á bekk að leggja sig og ég fór inn í reykherbergið sem var við hliðiná og sat þar í klukkutíma. Svo opnuðu þeir aftur reykingarhlutann kl 3 og þá fór ég aftur þangað og héld áfram að drekka kaffi og lesa My Story eftir David Pelzer þangað til kl 5. Djöfull verð ég húkt á þessum bókum. Ég las fyrstu bókina fyrir nokkrum árum á íslensku þegar hún kom út ( Hann var kallaður þetta) og las hana á innan við 1 og ½ tíma. Svo núna keypti ég mér sem sagt My Story sem eru allar 3 bækurnar eftir hann í einni bók, s.s A child called it, The lost boy og A man called David. Þar sem að ég vissi að ég hefði meir en nóg tíma ákvað ég að lesa fyrstu bókina aftur, og aftur tókst mér að lesa hana á innan við 1 og ½ tíma og aftur varð mér flökurt og fékk næstum tár í augun við að lesa hana. Ég bara eins og flest allir aðrir get ekki skilið hvernig slík illska gagnvart þínu eigin barni getur orðið svona mikil. Ok ég meina mamman var greinileg sjúklega veik kona en samt ekki nógu sjúklega veik því að hún kom fram við hin börnin sín eðlilega. Já ég hreinlega SKIL EKKI. Bók 2 fjallar svo um líf hans eftir að hann losnaði frá mömmu sinni og er hann frá 12- 18 ára í þeirri sögu. Ég meina hún er ekki eins dramatísk og grípandi eins og sagan þar sem hann var hjá mömmu sinni en ég meina mjög góð lesning og mjög áhugavert að fá að fylgjast með hvernig unglingsárin hjá honum þróuðust. Jæja en nóg um hann David og back to my story. Klukkan 5 um morguninn ákvað ég að fara að tékka mig inn og ásamt mér ALLUR flugvöllurinn. Það var ekkert smá mikil mannþröng greinilega margar vélar að fara á svipuðum tíma. Að vísu var mín röð ekki löng en eftir 15 mín bið var tilkynnt að öll færiböndin væru stopp þannig að ekki væri hægt að tékka neinn inn næstu mínúturnar. Þannig að loksins þegar að ég komst að borðinu var ég búin að bíða í rúman hálftíma í röð þar sem bara 6 innritanir voru á undan mér. Ég verð nú að segja að ég var orðin frekar pirruð og þreytt og varð 100 sinnum meira pirraðri yfir röðinni. Ef það er nefnilega e-ð sem ég þoli ekki þá er það þegar fólk sem kemur á eftir manni í röðina getur ekki hunskast til að standa fyrir aftan mann heldur þarf það að standa í röðinni við hliðiná mér. Ég meina common það er eitt innritunarborð og ein röð sem þýðir það að það er ein helvítis röð. Ekki tvöföld röð þannig að afhverju þarf fólk alltaf að standa við hliðiná mér??? Þetta er alltaf að koma fyrir mig seinast gerðist þetta í námskrá í háskólanum og ég varð það pirruð að ég endaði með því að hreyta einhverjum dónaskap í strákinn sem var að standa í röðinni við hliðiná mér að þetta væri nú andskotinn hafi það ekki 2föld röð og því gæti hann bara staðið fyrir aftan mig. Æ hvað er ég virkilega ein um þetta, er ég að pirra mig e-ð að ástæðulausu?? Mér finnst það ekki. Ég meina þegar fólk stendur svona við hliðina á mér og færir sig með hverju skrefi sem ég færi mig þá finnst mér eins og fólk sé að troðast og get því ekki hugsað um neitt annað en það að ég kom fyrst og ekki troðast, stattu fyrir fucking aftan mig. Jú svo að vísu annað ef fólk er það almennilegt að koma á eftir mér og fara í röðina fyrir aftan mig þá stendur það ofan á hælunum á mér og andar oní hálsmálið mitt. Hvað heldurðu að þú komist hraðar að ef þú stendur ofaní skónum mínum. Nei ég meina í alvöru talað. Það er ekkert sem pirrar mig meir. Þannig að já ég var komin í frekar vont skap þegar að ég komst að innritunarborðinu (Á UNDAN STELPUNNI enda færði ég farangurinn
minn þannig að hún gæti ekki annað en staðið fyrir aftan mig). Þá segir konan að ég þarf að fara á annan stað til að láta gera miðann
minn gildann???? Ég að sjálfsögðu horfði með morðaugnarráði á aumingja konuna, þangað til að hún loksins sagði að ég þyrfti ekki að bíða aftur í röðinni þegar ég kæmi til baka. Þannig að ok ég fór þangað sem ég átti að fara, beið í annan hálftíma þar og var að sjálfsögðu að missa mig af pirringi, fór svo aftur á hinn staðinn og auðvitað fram fyrir röð. Þegar konan kláraði að afgreiða kúnnann ætlaði næsta stelpa í röðinni að fara að borðinu (pirruð yfir því að ég skildi troða mér og standa við hliðina á henni hihi) en áður en hún náði að stíga eitt skref öskraði ég “ég er komin aftur” og strunsaði að borðinu næstum hálf valtandi yfir greyið stelpuna. En ég meina hverjum er ekki sama . Ok náði að tékka mig inn og strunsaði svo hröðum skrefum inn fyrir vegabréfstékkið. Fékk mér bjór á ný opnaða pöppnum, róaði mig niður og fór um borð í vélina. Að vísu þegar að ég kom um borð þá sat einhver stelpa í sætinu mínu, ég talaði við flugfreyjuna og það kom í ljós að stelpan átti að vera við gluggann hinum meginn við ganginn. Þegar hún og báðar sætaraðirnar voru að standa upp til að við gætum skipt um sæti sá ég að þetta var stelpan sem ég valtaði yfir áður og ákvað því að vera almennileg og ekki skapa vesen og settist í sætið hennar. Hmm pirrings prinsipissan mætt á svæðið . Já svo beið ég í 2 tíma á mjög svo troðfullum flugvelli í Búpapest (þar sem ég lenti aftur í því að einhver stóð í einföldu röðinni við hliðina á mér) og kom svo loksins til
Sarajevo kl 14 á mánudeginum. Mamma þurfti að vinna í nokkra tíma á skrifstofunni þannig að ég lagði mig á meðan. Svo fórum við og fengum okkur að borða og að versla drykki og annað og sóttum svo Eisa upp á völl klukkan 21. Eisi fékk sér að borða heima og svo fórum við upp í herbergið MITT eins og mamma kallar það og fengum okkur bjór og rauðvín og ég er enn að skrifa og drekka rauðvín en mamma og Eisi hinsvegar farin að sofa. Eins og alltaf tekst mér að vera ein eftir vakandi. Að vísu þarf mamma að vakna snemma á morgun til að keyra til Sanski Most og Eisi auðvitað dauðþreyttur eftir ferðalagið, litli sæti snúllinn
minn . Planið er svo að ég og Eis verðum eftir í
Sarajevo bara e-ð að dúlla okkur og mamma ætlar að koma aftur eftir 2 daga og þá er planið að fara yfir helgina til Króatíu á ströndina. Allaveganna þá held ég að þetta sé orðið ágætt í bili og ég ætla að súpa smá rauðvín og fara svo að sofa. Þangað til næst

Leave a comment