20.Nóvember.2005. Hitt og þetta

Ok hvað á ég eiginlega að segja ykkur skemmtilegt. Það er nú ekki mikið búið að gerast þessa vikuna annað en að fara í skólann, læra og kíkja á pöbbanna með fólki.  
Þriðjudagskvöldið fór í það að tæma gamla símann minn af símanúmerum og öðru því ég ákvað að lána Lulu símann minn, þar sem ég er komin með nýjan og hún á engan gemsa.
Á miðvikudaginn var hún Lula svo með fyrirlestur um Guatemala og vinnuna sína þar. Fyrir fyrirlestur fórum við á kaffihús því hún var svo stressuð. Eftir fyrirlestur fórum við svo á pöbbinn á fá okkur drykk því hún þurfti að slappa af eftir fyrirlesturinn. Við drógum alveg hrúgu af fólki með okkur og komu kennararnir okkar meni segja með. Við sátum ekki lengur en í einn drykk og svo fóru allir í sína átt. Ég hins vegar var ekki að nenna að fara heim þannig að ég hringdi í Remke og við fórum á nýja rokk pöbbinn sem ég sagði ykkur frá. Þar spiluðum við pool í ca einn og hálfan tíma þar sem leikurinn þar kostar ekki nema 50 pence í staðinn fyrir 1 pund allsstaðar annarsstaðar. Svo fór ég heim lærði aðeins og svo hafði ég lofað einni stelpu að ég mundi fara þeim út um kvöldið að kíkja á einn skemmtistað. Málið er að hún vinnur á einum pöbb og eigandinn á þeim stað á annan stað í Preston sem átti víst að vera mjög flott innréttaður með góðri tónlist og ódýrum drykkjum, en vandamálið var að það er aldrei neitt af fólki þar inni. Þannig að hann bað hana um að draga alla vini sína þangað á miðvikudagskvöldið. Við komum þangað að verða 22 og jú jú fyrir utan allt fólkið sem hún dróg með þá var enginn þar inni. En það var alveg rétt hjá eigandanum, virkilega flott innréttaður staður og góð tónlist og allir drykkir á 1 pund en samt ekkert að gera. Ég verð nú að segja að ég hef skemmt mér betur. Þannig að við vorum þar þangað til lokaði á miðnætti og svo fórum við bara heim.
Á fimmtudaginn eftir skóla lærði ég og svo um kvöldið fór ég á bókasafnið með Lulu til að reyna að finna heimildir fyrir ritgerðina okkar. Svo eftir það fórum við á einn stað að hlusta á amateur trúbadora. Það var að vísu mjög gaman. Mjög kósý staður og góð tónlist. Föstudagurinn og dagurinn í dag er svo bara búinn að fara í það að leita að heimildum. Ég nennti ekkert að fara út um helgina, því ég er orðin frekar leið á öllum þessum heimilis partýum. Ég meina það er alltaf sama fólkið, alltaf sömu staðsetningar og æ ég veit ekki bara orðin þreytt á þeim. Þannig að á föstudagskvöldið á meðan allir fóru í eitt partý þá naut ég þess að sitja ein heima með húsið út af fyrir mig og horfa á sjónvarpið. Rakst á mynd sem heitir Legends of the falls, og verð ég að segja að hún var nú bara alls ekki slæm. Brad Pitt leikur í henni
Any who hef ekkert meir að segja í bili

Leave a comment