21.Október.2005. enn eitt og enn eitt prófið

Jæja þá er enn eitt prófið búið. Ég var sem sagt í dag í öðru stuttu prófi sem by the way gekk bara mjög vel. Svo fer ég í annað stærra próf á mánudaginn sem felur í sér öll 206 beinin ásamt öllum kennileitunum á hverju beini og öllum vöðvum og taugum. Gaman, gaman. Svo þarf ég að byrja að vinna að tvöföldu skila verkefni sem ég þarf að skila 9 nóv. En þar sem Eisi minn er að plana að koma fyrstu helgina í nóv að heimsækja mig þá langar mig að vera búin með verkefnið áður enn hann kemur. Því mig langar ekkert svakalega til að eyða helginni sem hann kemur í það að læra, ef þið skiljið hvað ég á við

Þannig að já vikan mín er öll búin að fara í það að læra og hangsa heima. Svo í dag eftir prófið fórum við krakkarnir úr kúrsnum mínum á pöbbinn að slappa af eftir prófið. Þar var sturtað ofan í sig bjór og hámaður í sig hamborgari og spjallað um prófið. Svo eftir indæla stund á pöbbnum fór ég heim að glápa á TV og lagði mig svo í klukkutíma og fór svo fram úr og fékk mér að borða. Ég meni segja  varð frekar hissa yfir því að maturinn sem ég eldaði bragðaðist bara ágætlega. Við förum nefnilega allaf að versla í matinn á föstudögum sem þýðir það að fimmtudagar eru dagar tóma ískápsins. Þannig að ég ákvað að taka allt grænmeti sem ég fann í húsinu laukur, hvítlaukur, gulrót, sveppir og kúrbít og létt steikti það á pönnu. Svo sauð ég kartöflur og blandaði svo grænmetinu og kartöflunum saman og setti yfir það einhverja glataða heimatilbúna sósu sem var nú samt alveg ágætlega bragðgóð  Já þannig að dapurlegir fimmtudagar hvað varðar mat.
En já á morgun munum við öll fara að versla í matinn sem er alltaf gaman því það er svo gaman að skoða í ískápinn strax eftir innkaup. Svo mun öll helgin fara í það að læra undir próf. Sem er að vissu leyti fínt því ég er nú þegar orðin leið á djamminu. Þannig að ég er eiginlega mjög fegin að vera ekki að fara í neitt partý eða á einhvern skemmtistað.
Ég veit ekki hvort það er aldurinn eða hvað því ég vil frekar sitja heima um helgar og slappa af og fá mér bjór eða rauðvín fyrir framan TV eða tölvuna heldur en að fara út.
En já ég hef svona í alvörunni ekkert að segja því það er bókstaflega ekkert búið að vera að gerast.
Nema það að elsku unnustinn minn átti afmæli í gær og ég gat ekki verið með honum á afmælinu hans  en pabbi minn var svo sætur og bauð honum Eisa út að borða um kvöldið.
Ætli við Eisi verðum ekki bara að halda seint upp á afmælin okkar og 6 ára afmælið okkar með því að fara út að borða eða gera eitthvað þegar Eis kemur hingað í byrjun nóv

Leave a comment