Saturday, 30 September, 2006

Hið steikta líf atvinnuleysingjans

Posted in Uncategorized at 4:50 am by lexusinn

Ok þá gott fólk. Ég er komin á það stig í lífinu sem mér var búið að kvíða í mörg ár. Búin (í bili) að mennta mig og hvað fucking svo????????????????

Núna eins og er, er allt í einhverri upplausn. Eftir að ég kom heim þá er ég bara búin að vera að einbeita mér að því að finna mér vinnu. En til þess þá þarf ég ferilskrá, þannig að ég tók mig til að þýða gamla CV-ið mitt (Curriculum Vitae= ferilskrá) úr ensku yfir í íslensku, sem by the way er aðeins meira mál en ég hélt að væri. Ok ekkert mál að breyta námsferlinum, en starfsferillinn og allt hitt er aðeins meira mál því sum orð sem eru notuð í ensku yfir það sem við erum að gera eru ekki til í íslensku eða hljóma bara fáranlega, plús að reyna að hafa hana eins og ég vil, uppsetning, leturstærð, setningstaðsetning og blaaaaaaaaaa.

Ég ætlaði að byrja að labba bæinn með CV-ið í síðustu viku, en svo er það búið að taka svo langan tíma að fullkomna fjandans skjalið. Einnig þá er ég ekki alveg búin að vera tilbúin til að fara og tala við fólk í leit að fullorðinsvinnu. Þannig að vikan er búin að fara í að vinna að CV-inu, taka til heima (enda er Eisi minn búinn að vera einn heima í ár og þó að hann sé búinn að vera voða duglegur að halda öllu hreinu og allt það, þá eru skáparnir og allt draslið ekki á þeim stað sem ég skildi við og þar sem ég vil hafa það 🙂 Þannig að ég er bara heima í tiltektum. Reyna að hitta sem flesta sem ég get og bara að slappa af. Mig langar svo bara til að SLAPPA af. Síðustu 4 ár hef ég alltaf þurft að hugsa um hitt og þetta skólaverkefni sem ég þarf að skila og þetta og þetta margar blaðsíður sem ég þarf að lesa. En núna í stað þess að slappa af þá hangir atvinnuleysið yfir mér. Þannig að jafnvel ef ég er heima að slappa af þá er ég með samviskubit, kannski er þetta bara eitthvað sem kemst upp í vana, að vera með samviskubit yfir hinu og þessu sem maður á að vera að gera en er ekki að gera akkúrat í DAG.

Þannig að já ég viðurkenni, ég er búin að vera slórast í óhreina þvottinum og tiltektinni og öðru síðust viku af því að ég held að ég sé búin að draga það á langinn að þurfa að horfast í augu við raunveruleikann. En jú í dag, CV-ið er tilbúið, ég er búin að komast að því hvaða fólk að tala við og hvað ekki (tekur smá tíma þegar mamma er í útlöndum, og yfirmaður pabba endalaust upptekin), en núna er allt komið á hreint og ég þarf að fara núna á mánudag og leita mér að vinnu, hef engar afsakanir eftir síðustu viku til að draga þetta lengur. Jamm haldið í ykkur andanum og haldið fyrir nefið því ég er tilbúin til að stökkva ofaní djúpu laugina.

En já, hvað er ég annars búin að vera að gera. Hmmm, ég er búin að hitta nokkra vini míni hér og þar um bæinn, á þó enn eftir að hitta alveg slatta meir (get ekki beðið). Búin að hanga með Eisa mínum og kisunum, fara í afmæli, keyra nýja tryllitækið okkar hann Ófeig (stoltið hans Eisa, nýji bíllinn okkar, Willis ´80 árgerð sem Eisi er búin að eyða að ég held hálfu ári í að gera upp, GEGGJAÐUR). Svo er ég að sjálfsögðu búin að horfa á fullt af sjónvarpsþáttum sem við höfðum downloadað og enn ekki horft á, farið út að borða með pabba mínum og Eisa og jamm, annað dúll.

Hvað er á döfinni. Finna vinnu, fara á atvinnuleysisbætur þangað til að ég finn vinnu. Undirbúa Eisa minn undir starfsmannapartý núna á laugardag þar sem þemað er rock star supernova, og ég þarf að hjálpa Eisa að verða úper rokkaður :), fara í 30 ára afmæli hjá Krissa manninum hennar Unu vinkonu. Svo var mér boðið í TIPPS partý með Kofanum, staffið ætlar að eyða tippssjóðnum í smá djamm, og þar sem að ég er á landinu og á alveg slatta í þessum sjóð þá var mér boðið að koma með, þannig að djamm hjá minni á sunnudag :). Hmm, svo þarf ég líka að fara að vinna enn eina ferðina í mastersritgerðinni minni því ég ætla að senda hana inn í Journal of Forensic Sciences sem vísindagrein, þarf því að stytta hana og gera hana nógu góða fyrir the scientific community, með hjálp kennarans míns fyrrverandi.  Og já svo margt margt annað, sem ég mun segja frá þegar kemur að því 🙂

Þannig að svona er mitt líf núna.

Bið að heilsa, heyrumst 

10 Comments »

  1. Tigi said,

    Takk fyrir updeitið elskan og gangi þér vel í atvinnuleitinni :¬)

  2. Sigga sif said,

    hey, njóttu nú vel atvinnulausu daganna. Ef ég þekki þig rétt verður þú komin í fulla vinnu áður en varir og jafnvel slatta af auka. Hlakka til að hitta þig í kvöld. Knús.

  3. Kolla said,

    Hæ dúlla,
    til hamingju með útskriftina og afmælið um daginn 😉

  4. skellibjalla said,

    Já elsku dúllan mín, til lukku með afmælið um daginn. Var úti svo ég gat ekki hringt í þig. En hugsaði mikið til þín. Fannstu það ekki yfir Atlantshafið?

    Sé þig soon…

  5. skellibjalla said,

    Hey jó, what´s up. Ekkert að gerast hér?

  6. Ertu bara komin heim.. þú verður að drífa þig á MSN og svo verðum við að fara að hittast.. ættum að hafa svona Steinku, Ásu, Rakelar og Alex reunion 🙂 hef reyndar ekkert heyrt eða séð af Ásu leeeengi !

  7. Bjöggi said,

    Hvar ertu?

    til hamingju med allt saman!
    Og gangi thér vel med hitt…

    Heyrdu, ég er ad safna misskilningum, af thví ad ég á ekkert líf skiluru.
    http://hamburgerass.blogspot.com og svo senda mér mail á hamburgerass 🙂
    Ég langar svo…

  8. Helga Sig said,

    Kæra Alex.

    Takk kærlega fyrir samveruna í Barcelona um daginn.

    Vildi bara óska þér hjartanlega til hamingju með útskriftina þína frá Preston háskóla í dag og vonandi var dagurinn ánægjulegur með Eisa, mömmu þína og Moniku í klappliðinu. :o)

    Bestu kveðjur frá okkur öllum á skrifstofunni.

  9. skellibjalla said,

    Elsku Alex mín.

    Til hamingju með áfangann. Ég var að sjálfögðu búin að gleyma að þú færir út til að vera viðstödd útskriftina og skildi ekkert í því af hverju ég náði ekki í þig. Guð sé lof fyrir GSM síma!

    Endilega hafðu samband þegar þú kemur heim- það er sko kominn tími til að hittast- ekki satt?

    LUV Hildur Halla

  10. Tító said,

    Dyravörður óskast a rólegt kaffihús/bar/veitingastað um er að ræða föstudags og laugardagskvöld frá 23,00 til ca 04,00 helst með reynslu ekki nauðsynlegt áhugas. samb við Eisa s:893-3474


Leave a comment