Saturday, 2 September, 2006

Komin aftur eftir langa pásu

Posted in Uncategorized at 10:27 am by lexusinn

Ok gott fólk, ég biðst innilegrar afsökunar á því að hafa ekki skrifað neitt í næstum því mánuð en ég er búin að vera í “sumarfríi”. Málið er að Eisi, pabbi hans og mamma og bróðir og unnusta hans áttu að koma þann 10 ágúst. Ég eyddi því rúmri viku í að læra eins og ég gat áður en þau kæmu og mér til mikilla vonsvika náði ég ekki að klára ritgerðina eins og ég var búin að plana, enda fattaði ég það að það er ástæða fyrir því að við vorum gefin 3 mánuði til að vinna að þessu en ekki styttri tíma, og ekki gafst tími til að blogga þann tímann. En oh well, svona er það.

Daginn sem þau áttu að koma byrjaði Eisi að senda mér sms um það að vélinni þeirra seinkaði þar sem að Heathrow völlurinn væri lokaður. Seinna komu sms um að völlurinn væri lokaður vegna tilvonandi hryðjuverka og svo seinna kom í ljós hversu alvarlegt þetta væri þarna í Englandi og í ljós kom að þau mundu aldrei ná að koma á tilætluðum tíma, heldur með bestu vonum daginn eftir. En þar sem Nonni bróðir hans Eisa og unnustan hans hún Birna voru á öðru flugi en Eisi of foreldrar hans, þá sluppu þau alveg við allt vesenið í Heathrow og náðu að koma til Sarajevo á réttum tíma. Ég og mamma sóttum þau því út á völl um kvöldið, náðum í bílaleigubílinn þeirra og keyrðum heim, þar sem við eyddum restinni af kvöldinni út á svölum drekkandi vín, snarlandi á brauðum og ostum og kjaftandi þangað til að allir urðu þreyttir. Plús það að ég og hin vorum á bömmer yfir því að þau þyrftu að eyða næstum 2 dögum sitjandi á flugvöllum, við höfðum öll áhyggjur af þeim, en Nonni og Birna höfðu verið til í að fá félagsskapinn á meðann að ég var á algjörum bömmer yfir að fá Eisann minn ekki. Daginn eftir fórum við fjögur niður í bæ og ég og mamma sýndum Nonna og Birnu smá af Sarajevo. Svo borðuðum við um kvöldið á veitingastað í hálfgerðum flýti þar sem við áttum að sækja Eisann minn og foreldrana um kvöldið. Við náðum upp á flugvöll á réttum tíma og eftir að þau komu tókum við tengdó upp á hótel til að skila af sér töskunum og svo fórum við öll upp á svalir hjá mömmu að drekka vín, snarla á mat og kjafta. Fyrst fóru mamma og pabbi Eisi heim, enda orðin þreytt. Nonni, Birna og mamma fylgdu þeim á meðan að ég og Eisi vorum að drekka, kjafta, njóta þess að vera saman og ég var að sýna honum myndir sem ég hafði tekið frá því að ég sá hann seinast. Nonni og Birna stoppuðu smá upp á svölum í drykk og spjall og svo var farið að sofa.  

Við eyddum svo öll helginni og mánudeginum í það að rölta um Sarajevo og stoppa í drykki hér og þar, við skoðuðum líka ýmsa staði rétt fyrir utan Sarajevo, þar á meðal gamalt minnismerki fyrir hermenn út seinni heimstyrjöldinni, gamla bobslay trakkið og gamla skíðasvæðið, ásamt því nýja. Eyddum einnig einum degi í að fara að skoða gamlan og ótrúlega fallegan bæ upp í fjöllum hér í Bosníu sem heitir Prokorske Jezero, þar sem við fengum ný bakað brauð ásamt heimalöguðum osti og fleira frá local liðinu. Þó að það hafi tekið um 3 tíma að komast þangað aðra leið um alveg svakalega vonda vegi, þá var það þess virði. Ég, Eisi og mamma höfðum að vísu farið þangað í fyrra og vissum að það var þess virði, en samt gaman að heyra frá hinum að ferðalagið var þess virði.

Öll kvöldin að sjálfsögðu eftir ævintýraferðirnar var farið gott út að borða og svo voru svalirnar hjá mömmu með víni, kertaljósi og góðu spjalli alltaf góður endir á góðu kvöldi. Svo á þriðjudeginum lögðum við öll upp í dags ferðalag. Ég og Eisi á mömmu bíl, Nonni, Birna og tengdó á bílaleigubíl keyrðum á eftir mömmu sem var á vinnubílnum eldsnemma á þriðjudagsmorgni. Eftir tæplega 2 tíma akstur stoppuðum við öll saman í kaffi í bæ sem heitir Travnik og keyrðum svo áfram saman í rúman klukkutíma. Eftir það hélt mamma áfram á meðan að við hin stoppuðum í smá teygja úr okkur pásu hjá fallegum fossi í Jajce (sem er á leiðinni til Sanski Most). Svo héldum við áfram og eftir tæpan klukkutíma vorum við komin í vinnunna í Sanski Most, þar sem allir fengu að sjá hvað ég og mamma erum að vinna, og þau fengu að snerta og upplifa það sem ég hef verið að tala við þau um síðustu 7 árin. Svo þegar allir voru búnir að skoða nóg stoppuðum við á veitingastað að fá okkur að borða og svo var keyrt 4 tíma til baka til Sarajevo með nokkrum stoppum á leiðinni og góðum kvöldmat í Sarajevo um kvöldið. Daginn eftir sváfum við út og vorum svo bara að vesenast í bænum yfir daginn, stoppuðum í kaffi, löbbuðum, stoppuðum til að reykja ávaxta tóbak úr pípu og svo um kvöldið var farið fínt að borða þar sem þetta var síðasta kvöldið þeirra Nonnu og Birnu. Ég, Eisi, Nonni og Birna vöknuðum svo mjög snemma á fimmtudagsmorgun til að keyra þau og bílaleigubílinn upp á völl. Eftir að þau fóru í loftið sátum ég og Eisi í rúman klukkutíma upp á völl til að geta skilað bílaleigubílnum og eftir það fórum við heim að leggja okkur. Svo upp úr hádegi tókum ég, Eisi og tengdó okkur til og pökkuðum öllu okkur hafurtaski inn í bíl og lögðum að stað til Króatíu.

Eftir ca 6 tíma akstur, með stoppi í mat og teygjupásum vorum við komin til Cavtat. Við redduðum okkur strax íbúð um kvöldið þegar að við komum og svo fórum við rándýrt út að borða og svo smá drykkur á kaffihúsinu og svo heim. Daginn eftir sváfum ég og Eisi út og svo var farið á ströndina. Við öll 4 lágum á ströndinni, fengum okkur 2 drykki á nærliggjandi pöbb, lögðum okkur smá á ströndinni, heim í sturtu og svo borða og drekka og spjalla um kvöldið.

Svo daginn eftir það var sama rútína og daginn áður nema það að þessar steinastrendur voru ekki alveg að gera sitt fyrir mamma og pabba Eisa, og mamma hans skallaði klett á leiðinni upp úr sjónum og pabbi hans seinna um daginn rak tánna í klett og Eisi brann eins og iðulega á bakinu. Þriðja daginn okkar í Króatíu fórum við á ströndina en samt aðra strönd en við höfðum farið á hina 2 dagana, auðveldari aðgangur að sjó og engir klettar og vesen, en við fórum samt fyrr heim þann daginn , tókum sturtu og á meðan að allir voru að taka sturtu skrifaði mamma hans Eisa póstkort fyrir skrifstofuna sem hljómaði: glóðurauga, blá tá, brunnið bak, MAGNAÐ. Frekar fyndið, enda held ég að þau eigi seint eftir að gleyma þessari ferð. Svo um eftirmiðdaginn sigldum við með bát frá Cavtat til Dubrovnik, þar sem við fengum okkur drykk á kaffihúsi og borðuðum svo góðan mat á uppáhalds veitingahúsinu okkar um kvöldið. Svo var tekinn taxi aftur til Cavtat þar sem við fengum okkur drykk og spjölluðum á kaffihúsi og svo heim að sofa seint um kvöldið.

Svo á mánudeginum eftir morgunkaffi og svoleiðis lögðum við aftur af stað heim til Sarajevo, við vorum komin í tíma til að bjóða mömmu út að borða í takk fyrir okkur við erum að fara kvöldmat og morguninn eftir fengum ég og Eisi að vakna enn eina ferðina snemma til að keyra tengdó út á völl. (þriðja vakningin mín til að fara með fólk upp svona snemma þetta sumarið, fyrst kennarinn minn, svo Nonni og Birna og svo tengdó, ég vildi óska að flug byrjuðu ekki fyrr en í fyrsta lagi á hádegi).Vikuna sem ég og Eisi áttum ein saman eyddum við svo í algjöra leti. Hann að glápa á TV meðan að ég var að læra fyrstu 2 dagana, inn á milli þar sem kíktum í bæinn og út að borða. Hina dagana sem voru eftir vorum við bara að glápa á TV, sitja í bænum og drekka kaffi og bjór og horfa á fólk og njóta þess að vera saman og fara næs út að borða um kvöldin.

En já núna eru allir farnir, sé að sjálfsögðu mest eftir honum Eisa mínum, og ég er stanslaust að læra þar sem ég þarf að klára mest áður en ég fer til baka til Preston 7 sept. Ég held að miðað við öll skrifin mín fyrir ritgerðina þá mun ég ekki skrifa mikið næstu daga, en ég mun samt reyna að halda uppi einhverju bloggi. En góðir hálsar þangað til næst, ég veit að þetta var mjög fljót yfirferð yfir 4 vikur sem eru liðnar frá því að ég skrifaði seinast, en málið er bara að það er ekki nóg af klukkutímum í hverjum sólarhring fyrir mig eins og er.

Ástar og saknaðar kveðja til allra, samt ekki nema um 3 vikur þangað til að ég kem heim á klakann, ohh hlakka svo til að koma heim.

 Heyrumst

5 Comments »

  1. Unz said,

    Hæ sæta! Gaman að lesa frá þér loksins 🙂
    Mikið verður gaman að fá þig heim, veivei, hér bíða þín tvær spenntar stelpur, önnur allavega slefar mikið og hlær þegar henni er sagt frá þér 😉

  2. skellibjalla said,

    hellú my darling. Hlakka ekkert smá til að hitta þig þegar þú kemur. Við eigum eftir að spjalla svooooo mikið. Hafðu það rosa gott og ég skal sko alvega afsaka léglegt blogg á meðan að þú ert að klára þessi verkefni og ritgerðir og allt það. Vil bara fá þig sprenglærða heim, svo þú þurfir aldrei að fara aftur – je je je je, líklegt!

  3. Sigga Sif said,

    Hæ krútta, Ég verð nú bara feiminn á að blogga. hahaha, ótrúlega líflaust miða við þitt. En ég sé að það er nóg að gera hjá þér mín besta. Ég er líka að fara að flytja í Hafnarfjörðin til þín þegar þú verður komin heim. Hlakka til að sjá þig og knúsa.

  4. Tito said,

    magnað eins og ég segji það enda allt skemmtilega fólkið i hafnarf. 🙂 lang besti staðurinn engir stöðumælar

  5. Gummi said,

    Gangi þér skrifin vel og hlakka til að fá þig heim dúlla


Leave a comment