Friday, 13 April, 2007

Númer 2

Posted in Uncategorized at 3:59 am by lexusinn

Hvað get ég sagt.

Ég er búin að vera ömurlegur bloggari, en það hvað ég blogga lítið sýnir kannski hversu ömurlegt sjálfsálitið er búið að vera. Ég reyni mitt besta að sýnast kát og ánægð, en er það ekki innst inni, og eiginlega er það ekki heldur á rétt undir yfirborðinu.

En á YFIRBORÐINU er ég voða bjartsýn og ánægð.

Jú, það var fínt í USA þarna fyrir löngu síðan. Skoðaði í New York, var kalt. San Antonio er mjög flottur bær/borg. Ekki þessa venjulega bandaríska borg. Miðbærinn býður upp á “the River Walk” sem er í algjörum evrópu stíl. Lítil á sem rennur í gegnum miðbæinn og þar er búið að gera veitingastaði, bari og fleira við bakka ánnar sem er voða kósí. Þar átti ég góðar stundir.

Nenni ekki að tala um það núna.

Var á fröken Reykjavík í kvöld að styðja hana Jóhönnu Völu sem er (fyrir þá sem vita ekki), bróðurdóttir hans Eisa míns. Gullfalleg stelpa sem margir hafa kannski séð í Hagkaups auglýsingum síðustu mánuði. En já það var meiriháttar fínt í kvöld á Brodway. Og eftir mikil öskur og læti þá lenti mín fallega Vala í öðru sætu sem fröken Reykjavík, og valin sem vinsælasta stelpann í símakosningu 🙂 🙂 🙂

Þannig að þessa síðustu daga (páskarnir meðtöldum), þá á ég að ungfrú Reykjavík númer 2 sem bróðurdóttur mannsinn míns (hvað er ég Helga????? ganvart henni, ekki svilkona, ekki mágkona, skilurðu, þá er ég að meina Helgu upp á skrifstofu 🙂 ).

Einnig þá hjálpuðum ég og Eisi, systur minni að mála litla herbergið fyrir hann litla ófædda systurson minn Gabríel meiriháttar sætt, hálfur fjólublár veggur með borða með súper sætum hvolpum á, og geggjað ljós sem er kanína. ÓGEÐSLEGA SÆTT.

En, já mig langar samt ekki að segja mikið þessa daga. Gæti skrifað alveg fullt um allt, eins og ég er vön, en MIG langar bara ekki það mikið til þess.

ÉG  er að hugsa um að láta lítið fara fyrir mér þangað til að sjálfsálitið hækkar og allt það.

Þangað til, ég læt alla vita um leið og ég fæ vinnu, eða mun finna mér vinnu. Þannig að getum við sleppt því umræðuefni, nema að ég byrji að tala um það fyrst.

Frábært

11 Comments »

  1. Alex said,

    Nokkrar stafsetingarvillur. Ég veit, nenni ekki að laga

  2. skellibjalla said,

    Mús Knú! Vildi að þér liði betur og að ég gæti sent þér einhverja töfralausn. Fer alvega að verða búin með alla þessa geðveiki í kringum skólann og þá er ég sko laus allra mála og vil hitta þig alla daga;)

    Getum nú samt alvega kíkt eitthvað, kaffihús eða TV-kvöld hjá mér þangað til.

    LUV HH

  3. Uns said,

    Yndi yndi!

    Oft er þörf en nú er nauðsyn, nú skulum við hittast…
    Alltaf til í að koma á græna krúttinu í fjörðinn!

    K&K Una.

  4. Tóta said,

    Veistu ef þú værir alltaf bjartsýn og brosandi þá værir þú ekki mannleg svo…………., en hittumst yfir glasi miðv eða helgina get ekki beðið að kjafta, kjafta, og kjafta meira 🙂

  5. Rósa sæta said,

    var að pæla í að hitta þig á laugardaginn í staðinn fyrir sunnudaginn, er hætt við að fara í ferðina sko, verum í bandi á morgunn og hlægjum að tótu sem talaði og talaði!!! 🙂 (knús tóta mín)

  6. Gummi said,

    Já vonandi fer allt að lagast dúllan mín (það gerir það á endanum :), no worrys, knús

  7. bjöggi said,

    Ég vorkenni thér svo mikid, fullt af fólki í kringum thig ad tala og tala endalaust og ætla aldrei ad hætta thví!

    árans vandrædi…

  8. tinna mjöll -lukkutröll said,

    Hellllló Alex

    Jæja, þú sagðir mér að lesa bloggið þitt og núna loxxxxins er ég búin að því 😀

    Ég sendi þér rosastórt kofaknús og smell í rassinn. Hafðu það nú gott elsku stúlkukind og ég er sannfærð um að sjálfsálitið fari ört vaxandi

    alllllrabestukveðjur
    stinni

  9. Hæ sæta, við verðum nú að fara að hittast.. hvar á jörðinni ertu núna ? Steingerður biður líka að heilsa 🙂

  10. Hákon said,

    Hæ Alex og allir.
    Ég var að fá internettengingu og vafraði hingað inn, (búinn að vera internetlaus í 3 ár, gróf óvart siman í sundur þegar ég var að leika mér á gröfu í hlaðinu, klaufi ég ) anywæs.. gaman að sjá ykkur.
    Alex… er ekki betra að frétta núna eftir þetta snilldar sumar ??

    bestu kveðjur
    Hákon

  11. That’s a far too common tale. You would think that the training they give to the staff in India and Indonesia included the proper use of some stock phrases since most of your example is stock phrases. Click https://twitter.com/moooker1


Leave a comment