Tuesday, 27 June, 2006

Meira fra Grikklandi

Posted in Uncategorized at 17:55 pm by lexusinn

Morguninn eftir að ég skrifaði síðustu færslu hérna á tölvunni á veröndinni, þá pökkuðu Auðunn, Sigurjóna og Mikael Máni öllu sínu hafurtaski og lögðu af stað að ná í systur hans Mikaels Mána, hana Thelmu Sól til Króatíu og svo þurfti Auðunn að fara á einhverja fundi hér og þar um Evrópu og þau ætluðu ekki að koma hingað aftur fyrr en 4 júlí. þau skildu okkur því eftir með lykla að íbúðinni og allt það og sögðu að við gætum verið eins lengi og okkur sýndist. Við kvöddum þau því rétt fyrir hádegi og svo sátum við á veröndinni að slappa af og ákveða hvað við vildum gera þann daginn. Eftir smá umhugsun ákváðum við að fara að keyra eitthvað og skoða okkur um þar sem að það var frekar skýjað þennan dag í Litochoro (bærinn sem við búum í við rætur Olympus fjallsins, og Auðunn og Sigurjóna kalla bæinn alltaf Litlu Hóruna, Litochoro :)). Ég, mamma og pabbi ákváðum því að fara að og keyra á einn af fingrunum 3. Ef þið skoðið kort af Grikklandi þá sjáið þið að það er svona skagi eða nes sem gengur af meginlandinu og lítur út eins og hnefi með 3 fingrum. Einn fingurinn er ekkert nema hótel og brjáluð umferð, miðju puttinn er ekki svo mikið af hótelum, né bæum, og þriðji puttinn tilheyrir munkum. það eru sem sagt einhver endalaus klaustur þarna á 3 fingrinum, og konum er ekki leifður aðgangur og menn sem vilja fara að skoða þurfa að fá sérstakt leifi frá guð veit hverjum, og þá er ég að tala um allan tangann, það eru menisegja hálfgerð landamæri þarna. það fór víst einhver útlensk fréttakona þangað í dulargervi karlmanns fyrir nokkrum árum síðan, en það komst upp um hana og henni var vísað úr landi og hún lögð í ævilangt ferðabann til Grikklands, klikkuðu munkarnir segi ég nú bara. þannig að svona bannað er að fara þangað fyrir konur. Ég og mamma ákváðum bara að sætta okkur við að mega ekki fara og því varð miðju fingurinn fyrir valinu, því við nenntum ekki að keyra í gegnum geðveika túrista umferð á fyrsta fingrinum. Við eyddum því deginum í að keyra miðju tangann, fá okkur að borða hádegismat við ströndina, keyra meir og fá okkur kaffi á öðrum stað við ströndina og svo heim. Á leiðinni heim til Litochoro á hraðbrautinni, rétt eftir borgina Thessaloniki keyrðum við beint inn í þetta líka brjálaða þrumuveður með klikkaðri rigningu, eldingum, þrumum og geðveikt stóru hagli. En við komumst í gegnum það í heilu lagi þó að þegar að pabbi bremsaði á hraðbrautinni á 120 km hraða þegar að haglið byrjaði þá byrjaði bíllinn að haga sér eins og á klaka, en sem betur fer er pabbi reyndur og góður ökumaður og honum tókst að ná stjórn á bílnum nokkrum metrum áður en við hefðum klesst á alla veganna 10 bíla.

Heilu og höldnu komumst við því heim í bæinn okkar og þegar að við vorum komin í miðbæinn sá ég net kaffihús og stoppuðum við þar til að komast á netið. Við pöntuðum klukkutíma á netinu og mamma byrjaði á því að tékka sinn póst. Eftir að hún var búin ákváðu pabbi og mamma að kíkja í göngutúr um bæinn meðan að ég var að vesenast á netinu, enda 29 stigi hiti kl 19 um kvöldið og þrumuveðrið hafði greinilega farið framhjá bænum, héldum við. Nema að þegar að ég er búin að vera á netinu í einhverjar 20 mín þá byrjaði þrumuveðrið að ganga yfir. Ég náði að kíkja á allan póst, setja færsluna inn á bloggið og kíkja á vina blogg og þá komu pabbi og mamma. Ég ákvað því að hætta að sörfa á netinu og við drifum okkur upp í bíl og keyrðum heim í þrumuveðrinu. Eftir smá stopp í super markaðnum og keyrsluna upp í íbúð var veðrið gengið yfir, og fengum við okkur því þennan vanalega drykk á veröndinni, tókum okkur til og fórum út að borða. Eftir góðan mat og vín keyrðum við heim.

Morguninn eftir, eftir morgunmat og kaffi og smá afslöppun fórum við á ströndina og sátum þar meira og minna allan daginn. Fórum svo heim í sturtu og drykk á veröndinni og svo löbbuðum við niður í bæ að fá okkur að borða (við nefnilega höfum alltaf farið á veitingastaði niður við strönd sem tekur um 5-10 mín að keyra í nærliggjandi bæjum, en ákváðum í þetta skipti að labba og tékka á hvað er verið að bjóða upp á í okkar bæ). Við fórum fyrst á veitingastað sem Auðunn og Sigurjóna höfðu mælt með, einhver svaka fínn international veitingastaður. En þegar að við komum þangað þá var allt stappað og engin borð að fá, því daginn eftir var marathon að hefjast og voru því allir marathon kapparnir og þeirra vinir og vandamenn að fá sér að borða. þetta er nefnilega þriðja árið í röð sem að þetta marathon er, og heitir það marathon Olympus, þar sem byrjað er að hlaupa í bænum Dion svo upp á Olympus og svo endað niðri í Litochoro. Við löbbuðum því heillengi um að reyna að finna stað en eftir smá pirring og þræting um staði, enduðum við á einum local veitingastað og pöntuðum fullt af smá sölutum og kjöti, sem by the way endaði upp með að vera algert lostæti. Eftir sem sagt mjög góðan mat, vín og þjónustu löbbuðum við af veitingastaðnum pakksödd, ánægð og með bein og kjötleifar í poka handa heimilislausu hundunum hérna í bænum.

Í dag sunnudag gerðist eitthvað sem hefur ekki komið fyrir frá því að ég var barn. Ég var búin að vakna eins og gerist oft í útlöndum og í ókunnugu rúmi, um 8 leytið og svo held ég bara áfram að sofa. En svo vakna ég aftur um 10:30 og mér var mál að pissa og mér fannst ég heyra í pabba og mömmu út á verönd (þau höfðu sem sagt vakið mig daginn áður á svipuðum tíma þar sem þau voru búin að vera vakandi og búin að laga kaffi og allan pakkan klukkutíma áður). Ég ákvað að vera fyrri til, ekki láta sem sagt pabba vekja mig eins og lítið barn, heldur fara frammúr sjálf og reyna að haga mér eins og 26 ára gömul manneskja (vandamálið er bara að ég er næturdýr, vaki langt fram á morgun og sef langt fram á dag, bara soldið erfitt og algjör synd þegar að maður er í útlandi í frí og reyni ég því að vakna á sama tíma og aðrir þó að ég hafi kannski ekki sofið nema í 3 tima yfir nóttina, en oftast fæ ég einmitt hjálp frá pa eða ma). Eftir að ég vaknaði að sjálfkröfum, algerlega útsofin og haldandi að ég væri í kannski 10 mín forskoti á að pabbi mundi koma og vekja svefnburkuna fer ég á klósettið sem er á milli svefnherbergjanna okkar, en viti menn, þegar að ég er búin á klóinu þá labbar pabbi hálf sofandi inn á klósett og mamma enn upp í rúmi. Mér tókst að fara frammúr á undan þeim. Ég meina þetta hefur bókstaflega ekki gerst frá því að ég var barn, þó það muni ekki nema um kannski 4 mín þá eru þau vanalega vöknuð 1-2 tímum áður en ég er dregin úr rúminu :). Glaður morgun sem sagt fyrir mig að geta sagt við pabba sem gerir ekki annað en að gera grín að því hvað ég sef lengi og hvað það er erfitt að draga mig frammúr, in your face haha. 🙂

En svona þar sem ég er meira og minna núna búinn að ná að skrifa hvað hefur gerst og er komin svona ca á dagana sem þið lesið, þá mun ég ekki hafa þessa færslu lengri og skrifa svo seinna hvað við gerðum á þessum sunnudegi þar sem mér tókst að fara frammúr á undan foreldrum mínum.

Friday, 23 June, 2006

Ny lond og heljarins ferdalag

Posted in Uncategorized at 17:17 pm by lexusinn

 

Má ég sjá ég festist í lýsingum á reykingar dónanum seinast að ég náði ekki að lýsa restinni af dögunum mínum.

Sko má ég sjá svo ég haldi þessu nú í smá röð og segi ykkur frá öllu sem er búið að gerast. Síðasta föstudag var sama rútínan og vanalega, nema að við unnum bara til hádegis og lögðum svo af stað til Sarajevo. Við vorum komnar þangað rétt fyrir kvöld og fórum þá beint á skrifstofuna að kíkja á netið, hringja í fólk og skila af okkur vinnu bílnum. Á leiðinni heim af skrifstofunni stoppuðum við á einum af veitingastöðunum að fá okkur að borða og fórum svo heim að sofa snemma því við þurftum að vakna snemma á laugardagsmorgninum. Svo að jú á laugardagsmorgninum vöknum við snemma, náum okkur í take away kaffi og leggjum af stað í 5 tíma akstur til höfuðborgar Króatíu, Zagreb að ná í pabba á flugvöllinn. Við náðum því í pabba á völlinn og lögðum strax af stað aftur í 5 tíma akstur til Sarajevo. Komum þangað seint um kvöldið, rétt náðum að fara út að borða og svo heim. Deginum sem sagt vel eytt, ekkert nema keyrsla.

Á sunnudeginum vöknum við til að fara á kaffihúsið og svo vorum ég, mamma og pabbi að rölta um bæinn og kíkja í búðir, því mig vantaði opna sumarskó, léttar sumarbuxur og bíkini og pabba vantaði líka eitthvað, þannig að eftir nokkura tíma búðarráp og rölt um bæinn, endaði pabbi með að kaupa handa sér skó og sólgleraugu og ég endaði upp með tvennar buxur, því ég fann hvorki skó né bíkini sem mig langaði í. Um kvöldið elduðum við heima og fengum okkur þetta vanalega, mozzarella og tómat og sushi ala mamma og borðuðum upp á svölunum með víni og kertaljósi, svaka kósí og næs.

Á mánudeginum fór mamma snemma niður á skrifstofu. Pabbi fór að vesenast í sambandi við ferðatöskuna sína og í klippingu. Ég hins vegar svaf aðeins út og labbaði svo niður á skrifstofu rétt fyrir hádegi, þar sem ég þurfti að heilsa upp á nýja yfirmanninn í ICMP sem er að gefa mér leyfi til að rannsaka gögn frá Bosníu fyrir ritgerðina mína. Svo þegar við mamma vorum búnar að öllu í vinnunni, kom pabbi að sækja okkur og við lögðum af stað til Visoko (smábær 35 mín akstur frá Sarajevo) að skoða PÝRAMÍDANA.

Jamm, pýramídana. Ég veit ekki hvort einhver af ykkur tók eftir fréttunum fyrir ca mánuði síðan, að það væri búið að finna pýramída í Bosníu. Svo 2 vikum eftir það kom í fréttunum (las þetta á mbl meðan að ég var í Preston), að einhver breskur fornleifafræðingur hafi farið að skoða þetta og sagði að þessir “pýramídar” væru náttúrulegir. En málið er að það er allt að verða vitlaust í Bosníu út af þessu. það er einn bosnískur fornleifafr. sem heldur því fram að þetta sé pýramídi, svo er einn fornleifafr og einn jarðfræðingur frá egyptalandi sem halda því einnig fram að þetta séu pýramídar. En flest allt annað fagfólk heldur því fram að þetta sé náttúrulegt. Ég meina túristastraumurinn til Visoko að skoða pýramídana er alveg svakalegur og þau eru með eigin vefsíðu og búin að gera 20 mín heimildarmynd um “pýramídana”. Okkur finnst þetta auðvitað geðveikt áhugavert, hvort sem það er eitthvað þarna eða ekki og erum við mamma búnar að fylgjast stíft með fréttum af því sem er að gerast þarna, og fórum við því síðasta mánudag ásamt pabba að skoða “pýramídana”. Ég meina við persónulega trúum því ekki að um pýramída sé að ræða en ég meina af hverju ekki að fara að kíkja, þar sem við höfðum ekkert annað að gera. það er búið að grafa núna í 2 fjöll sem eru í laginu eins og pýramídar (eins og svo mörg fjöll allsstaðar í heiminum) og í fyrra fjallinu sem við fórum á er búið að afhjúpa steinhellur og einhverja múrveggi, sem er greinilega gert af mannahöndum. Á hinu fjallinu er hins vegar búið að afhjúpa steinblokkir, en þessar steinblokkir eru greinilega gerðar af náttúrunnar hönd en ekki af mönnum. Okkar niðurstaða er því sú, að þetta eru engir pýramídar, og á seinna fjallinu er EKKERT, en á fyrra fjallinu gæti verið um að ræða einhversskonar gamalt hús, eða fjárhús eða guð veit hvað. En ég meina það var samt gaman að fara og skoða um hvað allt þetta brjálaða umtal snérist um.

Við keyrðum svo aftur til Sarajevo, dúlluðum okkur eitthvað og fórum svo út að borða um kvöldið því enn eina ferðina þurftum við að vakna snemma til að fara að keyra aftur.

Málið er að þegar að ég kom til Bosníu þá var mamma búin að segja mér að pabbi væri að koma í 2 vikur og að þau ætluðu í 2 vikna frí saman. Ég einhvern veginn gerði bara ráð fyrir því að þau væru að fara í frí til Króatíu. Svo planið mitt var að vera ein í 2 vikur í Sanski Most, vinna á daginn í vöruhúsinu og svo vinna á kvöldin að ritgerðinni minni. En svo ákvað ég að spyrja bara svona fyrir forvitninssakir hvert þau væru að fara í 2 vikur (þá var ég bara forvitin hvar í Króatíu), en Nei, viti menn kemur ekki í ljós að þau eru bara ekkert að fara til Króatíu. Planið var að keyra í gegnum Serbíu til Pristinu, höfuðborgar Kosovo, stoppa þar hjá vinahjónum í 1 nótt og keyra svo til Makedóníu og stoppa þar í aðra nótt hjá öðrum vinahjónum og fara svo með þeim hjónum í íbúðina þeirra í Grikklandi. Ég að sjálfsögðu fékk algert tilfelli og datt næstum af stólnum af spenningi yfir að heyra ferðasöguna, enda hefur mér alltaf langað að fara til Kosovo, Makedóníu og hvað þá Grikklands. Ég gat því ekki annað en sagt, so sorry en ég er að koma með, ég meina hvernig get ég annað.

Á þriðjudagsmorgninum lögðum við 3 því af stað í ferðalag. Við keyrðum fyrst í gegnum Serbíu (hef ekki verið þar og þar með bættist það á landa listann minn), stoppuðum þar í mat um 16 leytið og héldum svo áfram til Kosovo. Við vorum komin til Pristina um 18 leytið. Hittum vinafólk okkar, tókum öll sturtu, enda frekar sveitt og ógeðsleg eftir 8 tíma setu í bíl. Fórum svo niður í miðbæ Pristinu, og þar var borðað, drukkið og spjallað mikið.

Á miðvikudaginn vöknuðum við og borðuðum morgunmat með Jitku (konunni) og fórum svo að skoða vinnuna hans Richards. Hann er nefnilega bandarísk lögga (hún er tékknesk) sem vinnur í óþróuðum löndum við að hjálpa til við að þjálfa local lögreglu sveitir, þ.e. allt frá götu löggum upp í forensic laboratory. Við fórum því að skoða the forensic laboratory í Pristina. Svo eftir þá ánægjulegu skoðun lögðum við mamma og pabbi af stað til Makedóníu, þar sem við ætluðum að gista í eina nótt hjá Íslenskum vinahjónum pabba og mömmu sem eru búin að vera að vinna í að byggja upp hús og annað í óþróuðum löndum (t.d. Bosníu, Króatíu, Albaníu, Kosovo o.s.frv.). En þegar að við vorum rétt lögð af stað kom í ljós að þau voru búin að vinna og vildu ólm leggja af stað til Grikklands (sem er bara ca 3 tíma akstur frá staðnum sem þau búa á í Makedóníu). Við ákváðum því að keyra beint í gegnum Makedóníu til Grikklands og hitta þau þar. Við vorum komin að húsinu þeirra um 18 leytið okkar tíma (16 leytið Íslenskum, en 19 leytið hér á Grikklandi, munar 3 tímum á hér og Íslandi). þau voru tiltölulega ný komin sjálf, en voru þó búin að kæla hvítvín og allar græjur og tóku á móti okkur með pompi og prakt. Við sátum svo úti á verönd með Auðunni, Sigurjónu og 6 ára barnabarni þeirra honum Mikael Mána, að drekka hvítvín og spjalla heilan helling í 29 stiga hita að kvöldi til. Svo eftir 2-3 glös af víni var ákveðið að keyra niður í bæ (íbúðin þeirra er nefnilega í niðri í hlíðum Ólympus fjallsins). Eftir 5 mín akstur vorum við komin á fínan veitingastað á ströndinni og fengum okkur gott að borða og vín að drekka. Sem sagt alveg hreint og beint drauma líf, vantaði bara hann Eisa minn svo það væri alveg fullkomið. Við sátum alveg heillengi á veitingastaðnum bara að spjalla um heima og geyma og njóta lífsins. Svo var farið heim, drukkið smá meir út á verönd og svo fóru allir að sofa, Auðunn og Sigurjóna auðvitað í sínu hjónaherbergi ásamt Mikael Mána. Mamma og pabbi á tvíbreiðum svefnsófa í gestaherberginu og ég á vindsæng á gólfinu í stofunni, svona er að vera yngst og ekki með kærastann sinn með sér :), en nei, nei það var bara fínt.

Svo auðvitað vaknar Mikael Máni upp fyrir allar aldir, en sem betur fer er hann alveg meiriháttar indislegur strákur og engin læti í honum, þannig að þau hjónin sátu bara með hann út á verönd í klukkutíma þangað til að við hin komum okkur á lappir. Svo var drukkið kaffi og borðaður morgunmatur og farið svo beint á ströndina. Meiriháttar sandströnd með kaffihúsum allsstaðar og sjórinn heitur og nokkrir metrar út af grunnvatni, þannig að maður gat vaðað og leikið sér langt út fyrir. Mikael Máni auðvitað eina barnið í hópnum, og hafði hann því enga krakka að leika sér við, þannig að ég og mamma skiptumst á að leika við hann út í sjó á vindsæng og svoleiðis. Ég held ég hafi aldrei verið svona mikið í sjónum á einum degi í mörg ár, en hann var SVO ánægður, því hann er alltaf bara með afa og ömmu sem nenna ekki að leika mikið við hann í sjónum, og svo allt í einu koma þessir gestir sem voru sko alveg að nenna að fara oft í sjóinn og leika og gera eitthvað skemmtilegt. Strákgreyið var alveg í sjöunda himni, og sagði marg oft yfir daginn hvað hann væri ánægður að við hefðum sko komið með því það væri svo gaman, svo sætur. Auðunn og Sigurjóna voru líka mjög ánægð því þau fengu smá frið frá honum 🙂

Við eyddum öllum deginum þarna á ströndinni og svo um 18 leytið var farið heim í sturtu og drykki á veröndinni og svo út að borða. Aftur sátum við alveg heillengi á veitingastaðnum og svo heim í drykk á veröndinni. Núna eru hins vegar allir farnir að sofa og ég er að reyna að klára þetta blogg svo ég geti reynt að finna internet kaffi á morgun til að senda þetta. Hef nefnilega ekkert komist á netið frá því á mánudagskvöld. En vonandi kem ég þessu inn á bloggið á morgun. Heyrumst

 

Monday, 19 June, 2006

Vinnu vikan og annað

Posted in Uncategorized at 22:28 pm by lexusinn

Síðasta þriðjudagsmorgun þurfti ég að vakna rétt rúmlega 7 svo ég og mamma gætum lagt af stað til Sanski Most kl 8. Ég var svo þreytt og hefði alveg þegið það að sofa í nokkra tíma í viðbót, enda soldið langt síðan að ég þurfti að vakna kl 7 um morgun (hlakkaði bara til að geta sofið í bílnum á leiðinni þar sem mamma keyrir vanalega). Ég fer niður og þá var mamma búin að fara í bað og var að taka sig til. Nema að allt í einu leið henni svo illa (hún vaknaði vel hress og venjuleg, tók sturtu og gerði bakæfingar og allt var í lagi) en svo allt í einu byrjaði henni að svima svo mikið að hún þurfti að setjast niður, svo fór það bara versnandi, sviminn jókst það mikið að hún þurfti að leggjast og svo varð hún líka slæm í maganum (þetta hafði komið fyrir áður mun verra, fyrir mörgum árum heima á Íslandi og hún fór meni segja upp á spítala og enginn gat fundið neitt að henni). En ég meina í þetta skiptið þá var þetta ekki það slæmt að við mundum bruna upp á spítala, þannig að hún lá og hvíldi sig í einhvern hálftíma og svo alltaf þegar að hún stóð upp þá leit hún út eins og að hún væri dauða drukkin, rásandi og næstum veltandi. En þar sem við þurftum að leggja af stað og einhvern veginn gat hún ekki hugsað sér að hringja til Sanski Most og láta vita af því að við kæmum ekki í dag, þá lögðum við af stað. Mamma liggjandi aftur í fárveik og ég keyrandi í helli rigningu. Fyrr eða síðar á leiðinni stytti upp og þegar við vorum komin til Sanski Most eftir 4 tíma akstur þá klöngrast mamma út úr bílnum í vinnunni og mín ætlaði bara að fara að hefja venjulegan vinnudag. En það fór ekki betur en svo að hún gat varla staðið í lappirnar og eftir að allir voru ítrekað búnir að segja henni að fara heim að leggja sig og eftir að hún komst að því að hún gat virkilega varla staðið í lappirnar, að ég keyrði hana heim.

Mamma lagðist upp í rúm og ég fór aftur í vinnuna. það var ekki mikið að gera þann daginn, ég og ein local stelpa (Senem) sem er að vinna þarna við að hjálpa mömmu (hún er búin með 3 ár í einhvers konar læknaskóla, og hún er að sækja um að fara til Preston í mastersprógramið sem ég er í, á næsta ári) vorum bara að hlaupa um vöruhúsið frá einum líkpoka til annars með hjálp 2 verkamanna sem eru þarna, og vorum við að skoða hvort að DNA prófílarnir stóðust við það sem var í pokunum og einnig hvort að það var bara eingöngu um einn einstakling að ræða í hverjum poka (stundum eru bein fleirri en eins einstaklings blönduð saman í pokunum). Svo um 16 leytið var vinnudagurinn búinn og ég fór heim að tékka á mömmu sem var meira og minna í sama ástandi. Eftir að fullvissa mig um að henni vantaði ekki neitt, fór ég og lagði mig í það sem ég var búin að ákveða að mundi verða klukkutími, en ég var greinilega það þreytt að ég svaf í einhvern 2 og hálfan tíma. Eftir að ég loksins vaknaði skaust ég út í búð að kaupa hrísgrjón og vatn fyrir mömmu sem var farin að skánna og komin inn í stofu, og þetta var það eina sem hún treysti sér til að borða. Svo fór ég út að borða á veitingastaðinn okkar með vinkonu minni BÓKINNI (borðum nefnilega bara á einum stað í Sanski Most á hverjum degi sem við erum þarna, og síðustu ár þegar eitthvert okkar er í Sanski Most. Við fólkið, ekki ég og bókin 🙂). Fór svo heim og hélt áfram að lesa þangað til að ég fór að sofa.

Á miðvikudeginum vöknuðum við rúmlega 7, mömmu leið venjulega og hvað sem þetta var sem herjaði á hana var farið. Eftir að hafa tekið okkur til keyrðum við á kaffihúsið (já, við erum mjög vanaföst og förum alltaf á sömu staðina, mamma geymir meni segja Starbucks kaffibollann sinn þar og fær í hann kaffi á hverjum morgni). Svo var farið í vinnuna. Ég eyddi eyddi deginum í að leggja út beinagrindur í anatómíska stöðu og skrá niður the biological profile, s.s. teikna inn á hvaða bein vantar, teikna inn öll brot sem höfðu gerst t.d. við uppgröft eða ef manneskjan dó vegna byssukúlu eða sprengju (beinin að sjálfsögðu splúndrast þá), svo þarf ég að mæla öll löngu beinin til þess að geta metið hæð einstaklingsins (handleggja og fótleggja bein), skrá niður kyn og aldur, skrá niður statusinn á tönnunum og athuga hvort að einhver gömul beinbrot eða meiðsli séu til staðar. Á meðan voru mamma og Senem að hlaupa um og staðfesta DNA greiningar. Eftir vinnu kl 16 fórum við beint til Camino (veitingastaðurinn) að fá okkur að borða. það kvöldið tókst mér að mismæla mig svo vel á Bosnísku að við erum enn að hlægja að þessu. Málið var að þjónninn kemur með matseðla og spyr svo hvort við viljum drekka eitthvað. Mamma segir að hún vilji venjulegt vatn úr flösku (mamma pantar sér alltaf flöskuvatn (kostar) á meðan að mér finnst krana vatnið fínt (ókeypis)). “Ok” segir þjónninn og lítur svo á mig. Ég segi: “ég ætla að fá einn bjór og svo vatn, en vatnið mitt má alveg koma úr stígvéli” !!!!!!!!! HAHAHAHAHAMálið er það að stígvél er sagt TSÍSMA (borið fram svona, ekki skrifað svona)  á hérlensku en krani er TSÉSMA (ekki skrifað svona). Um leið og ég sagði sem sagt að ég vil fá vatnið mitt úr Tsísma, þá byrjaði mamma að hlægja og sagði nei, nei ekki úr tsísma heldur úr tsésma, þjónninn horfði bara á okkur, hálf brosti út í annað og sagði svo ok og fór að ná í drykkina (greinilega ekki með mikinn húmor þessi). Ég og mamma hins vegar litum bara á hvor aðra eftir að hann fór og fengum þennan líka þvílíka hláturskrampa, þegar þjónninn kom með drykkina þá vorum við enn hlægjandi og þurrkandi tárin úr augunum. Svo allan tímann meðan að við vorum þarna, þurftum við ekki að gera annað en að ná augnsambandi og þá vorum við komnar í annað hláturskast. Núna auðvitað er þetta aðal djókið í sumar og í hvert skipti sem við eða einhver annar pantar vatn þá erum við hlægjandi, og við auðvitað þurfum að segja öllum sem við þekkjum hérna frá þessu. Sérstaklega ef við erum að panta vatn á einhverjum af fastastöðunum okkar þar sem við þekkjum þjónanna.  

Svona er þetta sem sagt, þegar að maður er ekki alveg 100% í einhverju tungumáli 🙂

Miðvikudagurinn og fimmtudagurinn fór í nákvæmlega sömu rútínu: vakna, fara á kaffihúsið, drekka kaffi og lesa blaðið, vinna, borða á Camino, lesa eða vinna að ritgerðinni minni, sofa. Eina breytingin frá því á þriðjudeginum var sú að Nermin (vinnufélagi mömmu, þau búa saman í þessari íbúð sem er borguð af vinnunni) kom á miðvikudeginum. Hann þurfti nefnilega að fara í rétt að bera vitni sem expert witness á þriðjudeginum og kom því ekki fyrr en daginn eftir á sínum eigin bíl, annars fara þau alltaf saman til og frá Sanski Most á vinnu bílnun sem ég keyrði. Nermin er virkilega fínn og heiðarlegur gaur (ekki algengt hér að finna einhvern sem er heiðarlegur), hann er að nálgast fertugt, var að klára doktorinn sinn sem réttarlæknir (krufningalæknir) og já bara virkilega góður maður sem maður getur alltaf treyst á (það var einmitt hann sem þurfti að sprauta mig 2svar í rasskinnina í fyrra þegar ég var með nýrnasýkingu). Eini gallinn við Nermin er að hann er svo vanafastur að það er ekki séns að hann breyti neinu frá sínum venjum (matar tími, kaffi tími, og margt annað í daglega lífinu). Einn af þeim hlutum sem er slæmt við hann er að hann er reykingar dóni aldarinnar. Hann reykir hvar sem hann vill þegar hann vill. Honum er alveg sama þó að enginn í litlu herbergi með engum gluggum reyki, þá strompar hann samt. Mamma reykir ekki, hefur aldrei og hún hatar sígarettu reyk, en þar sem eiginlega allir reykja í Bosniu þá er hún orðin vön því að vera innan um sígarettu reyk allstaðar á almenningsstöðum. En dæmin með Nermin eru svona: þau þurfa að keyra saman í litla vinnubílnum okkar 2svar í viku í 4 tíma í senn, Nermin reykir í bílnum þó að mamma kvarti alla leiðina og það er bannað að reykja í vinnubílunum en hann reykir samt og ofaná allt þá neitar hann að opna gluggan. Alltaf þegar að við sitjum einhversstaðar, eins og á veitingastað, kaffihúsi eða heima þegar að mamma og hann þurfa að sitja nálægt hvort öðru því þau eru að vinna að einhverju á tölvunni, þá keðjureykir hann og hefur ekki einu sinni fyrir því að blása út í annað munnvikið eða upp eða eitthvað til að beina reyknum í burtu (eins og ég geri alltaf, annað hvort færi ég mig eða blæs eftir vindátt), heldur blæs hann beint á menneskjuna sem situr á móti honum.

Mamma er alltaf að grátbiðja hann um að reykja ekki heima í stofunni (í Sanski Most þar sem þau búa saman), sérstaklega á veturna þegar það er svo kalt að það er ekki hægt að opna gluggana. En nei, ekki séns hann mun reykja þar sem honum langar til þegar að honum langar til og skít sama um aðra sem reykja ekki. Vinnan hans í Sanski Most felst í því að sitja í skrifstofu gámnum (einn skrifstofu gámur og svo vöruhús með öllum líkunum) og þau eru 3 sem þurfa að vinna í þessum gám og hin 2 reykja ekki, en jú hann keðjureykir allan daginn og honum er skítsama þó hin 2 séu að kafna úr reyk. Ég meina ég reyki, en það pirrar mig samt hvernig hann fer að þessu. Íbúðin í Sanski Most er bara 2 svefherbergi (mömmu og Nermins), þannig að ég þarf að sofa á svefnsófa í stofunni. Honum er alveg skít sama þó að hann trufli mig sofandi, venjan er að setjast inn í stofu kl nákvæmlega 7 og fá sér kaffi og keðjureykja. Hann gæti búið til kaffi og tekið það inn í herbergið sitt og setið þar alla veganna í smá stund á meðan að ég vakna og svona, eða þá alla veganna opna glugga. En nei ég þarf að vakna við að hann situr næstum því við hliðina á mér reykjandi, sem að mér finnst ekki svo spes að vakna við. En málið er bara að þó að hann hafi sínu hrikalega neikvæðum hliðar, þá hefur hann svo jákvæðar hliðar sem vinur, starfsfélagi og sem bandamaður í baráttu við aðra ekki svo heiðarlega einstaklinga, að það bara hreinlega borgar sig ekki að rífast yfir einhverju sem mun ekki breytast hvort sem er. Hann reykir því heima í Sanski Most alltaf, ég hins vegar fer alltaf út á svalir að reykja meðan að mamma er í stofunni. Svo eftir að hún fer að sofa þá reyki ég í stofunni.  En já, svona var vikan mín. Sofa, vinna, borða og vinna að ritgerð. Á morgun mun ég segja ykkur frá helginni og svo frá því sem ég er að fara að gera næstu 2 vikur, ohh hlakkar til.

Comment: Tinna, blæjubíll segirðu, og þar að auki BMW, hmm hver veit kannski ég geri mér upp einhverja ferð í september, að degi til og í góðu veðri. Hmmm, má ég sjá ég lendi nú í London að degi til 7 sept, hver veit kannski mun einhver pæja á blæju sækja mig þá og keyra mig á lestarstöðina. Hver veit. Verð að fara að emaila þér í sambandi við sumarið og svoleiðis, æ þú veist.

Monika, jú ég get bara ímyndað mér hvernig guacamolo-ið þitt er. Alvöru fersk, ný tínd avocado versus óþroskuð innflutt avocado. Hmm, jamm smá mikil öfund frá mér og ma. En eitt, ekki nóg með það að þú ert að gera okkur bókstaflega avocado græn af öfund yfir því hvar þú ert og hvað þú ert að gera, að þú þarft ekki líka að núa okkur um nasir hversu góðir ávextirnir og grænmetið eru þarna. Við sitjum annaðhvort fyrir framan tölvur allan daginn eða þá erum við umkringd af stundum illa lyktandi dauðu fólki með 26 stiga hita innandyra (engin loftræsting), so hættu að monta þig, því að við byrjuðum að öfunda þig daginn sem þú flaugst til Costa Rica. En nei, nei ég segi nú svona í gríni, auðvitað viljum við heyra um allt það góða í kringum þig, alltaf gaman að heyra um svona framandi hluti sem þú ert að upplifa. Svo lengi sem þú ert happy og hraust þá erum við ánægð, ég verð að segja að ég mundi aldrei gefa upp þessa óheppnu dauðu einstaklinga upp fyrir gott köfunarlíf í Roatan (frí já, líf nei). Svona er það, fólk gengur sínar mismunandi leiðir, og eins og ég og þú, 2 systur, við erum eins ólíkar sem nótt og dagur í öllu sem við gerum en það er gott, hvernig væri lífið án fjölbreytileika einstaklinga segi ég nú bara. 🙂  Skrifa meir á morgun eða hinn.

Saturday, 17 June, 2006

17 júní og framhald af my so called life

Posted in Uncategorized at 0:15 am by lexusinn

Ég ætla að byrja að óska öllum lesendum, íslendingum, íslandsvinum og hinum til hamingju með þjóðhátíðardaginn okkar Íslendinga. Minn 17 júní fer í eitt af þessu vanalega sem ég er búin að gera hva síðustu 15 árin eða svo, annað hvort að vinna eða vera í útlöndum. Árið 2006 er sem sagt enn einn 17 júní í útlöndum.

Tinn Tinn til hamingju með bílinn, hvernig bíl keyptuð þið? Já, nóttin á vellinum var ekki sú skemmtilegasta, hefði frekar verið til í að eyða kvöldinu með þér og Michel, borða góðan mat og sofa smá og fá svo skutl frá þér upp á völl. það hefði auðvitað verið bara brilliant, en svona er þetta, nýti mér það næst ef ég skildi lenda í svona glötuðu flugi aftur (lets hope not, bæði mín vegna og þín vegna að þurfa ekki að skutla mér upp á völl kl 3 um nóttina).

Monika, jú ég er sammála það er mun skemmtilegra að lesa um útlandaferðir þar sem maður þekkir staðinn og fólkið, enda eins og ég elska að lesa þitt blogg og hef séð fullt af myndum þá get ég einhvern veginn ekki sett mig alveg inn í allt það sem þú ert að lýsa. það er erfitt að fylgjast með öllum stöðunum, sérstaklega þar sem þú ert ekki búin að vera að sama stað frá byrjun, og alltaf bætist nýtt fólk í söguna.

En, hmm má ég sjá ég átti sem sagt eftir að segja frá föstudeginum og helginni minni. Jú ég vaknaði á föstudeginum og eftir að hafa verið að dúlla mér eitthvað heima þá fór ég á kaffihúsið okkar að lesa bók og drekka kaffi. Svo átti mamma að koma kl 18 leytið til Sarajevo og kl var bara 16 þegar að ég fór af kaffihúsinu að ég ákvað að leigja mér hálftíma á netkaffihúsi hérna bara til að drepa tímann. By the way, ástæðan fyrir því að ég er ekki hangandi lengur á kaffihúsunum á daginn sem ég mundi gera vanalega, er að veðrið frá því að ég kom er búið að vera ömurlegt. Viku áður en ég kom þá var um 30-35 stiga hiti en frá því að ég kom og þangað til núna er búin að vera geðveik rigning og skít kalt, það kalt að maður þarf eiginlega að sitja inni á kaffihúsunum sem er ekki svo gaman, því sportið hérna úti er alltaf að sitja úti og fylgjast með menningunni, en síðustu daga hefur það bara ekki verið hægt. þegar veðrið er gott þá get ég setið tímunum saman úti á kaffihúsi og lesið bók og horft á fólk, en nei ekki þessa vikuna. Týpískt fyrir mig, búin að vera ein í Preston svo lengi, svo kem ég hingað og þarf að vera ein í 2 og hálfan dag og get ekki einu sinni notið þess. En svona er það. Mamma kom jú heim á endanum og það föstudagskvöld fórum við saman út að borða á einum af uppáhalds veitingastöðunun mínum hérna og svo heim.

Á laugardagsmorgninum fórum við eins og venjan er (búið að vera svona í núna 7 sumur) á kaffihúsið okkar. Við drekkum vanalega um 3-4 kaffibolla hvor (latte er nefnilega ekki eins og heima, að maður getur valið um lítinn bolla (venjulegan kaffibolla) eða stórt (stóran bolla) heldur er lítið hér eins og einfaldur expressó og stórt er eins og venjulegur kaffibolli (2faldur expressó), í stuttu máli er stór bolli hér eins og mjög lítill bolli heima, sem sagt kannski 5 stórir sopar af kaffi. En maður venst því á endanum.  Eftir að hafa drukkið kaffið okkar löbbuðum við heim að ná í málverk af langömmu minni sem mamma hafði fengið í Póllandi um árið og það þurfti að laga rammann. Á leiðinni til ramma gaursins sáum við að það var verið að selja tónleikarmiða á tónleika með einum Króatískum gaur sem heitir Maksimus Mrvica og hann spilar svona poppaða og rokkaða útgáfu af klassískri tónlist á píanó, við ákváðum að kaupa miða til að hafa eitthvað að gera um kvöldið, en gleymdum að við vorum ekki með nóg pening. Við röltum því aftur heim, náðum í pening og röltum svo aftur niður í bæ að kaupa miðana og röltum svo aftur heim. Næst tókum við fyrirtækisbílin (sem mamma fer alltaf á til Sanski Most að vinna og þarf að skila bílnum fyrir framan skrifstofuna um helgar) og fórum að versla í matinn og ná í málverkið sem átti að vera búið að innramma. Skiluðum matnum og málverkinu heim og keyrðum svo á skrifstofuna að skila bílnum. Svo löbbuðum við heim (tekur um 20-25 mín) og ákváðum að byrja að búa til mat. Við fengum okkur Caprese í forrétt (ítalskur réttur, tómatur með mozzarella osti og kryddi ofaná), svo gerðum við sushi rúllu handa okkur, því mamma er farin að gera tilraunir með að gera sushi sjálf heima. Verð að segja að þetta var bara frábært, mun betra en á veitingastöðum því við gátum troðið inn í rúlluna eins mikið og við vildum. Fengum okkur rúllu með fullt fullt af rækju, avocado og gúrku og dývðum að sjálfsögðu í tilheyrandi blöndu af soyja sósu og wasabi (græna dótið sem maður setur út í soya sósuna). Ég verð að segja að mamma er snillingur þegar kemur að svona öðruvísi mat, hún t.d. býr til geggjað humus og alveg geggjað guagamole og fullt fullt af öðrum hlutum. Ég er nú þegar búin að læra að búa til þetta geggjaða guagamole og núna kann ég að búa til sushi og svo þarf ég bara að læra hvernig á að gera humus, og þá er mín sett og tilbúin að bjóða fólki í framandi mat heim til okkar 🙂. þarf samt að testa það á Eisa og tengdó einhvern tíman þegar ég kem heim í haust 🙂

En jú eftir að hafa borðað drifum við mamma okkur á tónleikana, sem enduðu upp með að vera virkilega fínir. Gaurinn er alger píanó snillingur og samanstendur “hljómsveitin” af honum á píanói, gaur á trommusetti, gaur á bassa, 5 stelpur á fiðlum og svo svona fullt af hljóðfærum í kringum hann gaur, þ.e. slátturtrommur, handslátturtrommur, sláttur þríhyrningur og ýmis hristi hljóðfæri (æ veit ekkert hvað allt þetta heitir). Tónlistin sem þeir spiluðu var sem sagt klassíska tónslist en í alveg geðveikt rokkaðri útgáfu, frekar cool. Við vorum frekar þreyttar þegar að við komum heim eftir tónleikana og fór mamma því beint að sofa en ég sat aðeins lengur að drekka smá vín og blogga og lesa bók. Á sunnudaginn vöknuðum við aftur snemma og fórum á kaffihúsið okkar og svo heim. Mamma fór að flokka í gegnum einhverja pappíra á meðan að ég lagði mig aðeins, ekki vön að vakna svona snemma um helgar, en kemur að sjálfsögðu ekki til greina að sofa út og missa af kaffihúsaferðinni. Eftir að ég vaknaði þá gerðum við mamma aftur caprese (Mozzarella og tómatar) og svo kíktum við á skrifstofuna í smá stund og drifum okkur svo heim að elda sushi, nema að í þetta skipti þá gerðum við 2 feitar rúllur því ég er svo gráðug að ein á milli okkar tveggja nægði mér ekki, þó ég hafði ekki verið svöng eftir á. Svo eftir mat þá drifum við okkur í bíó að sjá The Davinci Code. Ég verð að segja að þó að myndin hafði verið góð og allt það, þá náði hún ekki að magna upp þessa sömu spennu og bókin gerði, hún var eiginlega hálf róleg og langdregin. En ég meina svona er þetta þegar að maður les bók sem manni finnst alveg brilljant góð og fer svo að sjá myndina þá er myndin alltaf verri. En samt eins og ég las allar Lord of the Rings bækurnar en svo sá ég myndirnar og jú ég varð fyrir vonbrigðum því þeir slepptu svo mikið úr bókunum en ég meina myndirnar voru samt frábærar og ég get horft á þær aftur og aftur, með Davinci Code þá verð ég bara að segja að ég sá myndina einu sinni en langar ekkert svo mikið að sjá hana aftur. En svona er það, maður varð nú samt að sjá hana miðað við hvað hún er búin að vera umtöluð. Eftir bíó var sama rútínan, mamma fór að sofa og ég sat aðeins lengur að dunda mér. Á mánudeginum fór mamma á skrifstofuna kl 8 en ég hins vegar ákvað að sofa aðeins út, þar sem við vöknum alltaf svo snemma hérna. Eftir að hafa tekið mig til og svoleiðis labbaði ég niður á skrifstofu og var komin tæplega kl 13 þangað, hitti allt fólkið, kynnti mig fyrir nýju, sörfaði á netinu og skrifaði undir research agreement. Um 14 leytið tókum við mamma vinnu bílinn (sem við keyrum alltaf á til Sanski Most) og fórum heim. Við vorum svo bara að dunda okkur eitthvað um daginn og svo fór mamma í bíó á hérlenska mynd sem ég nennti ekki að fara á þar sem ég skil ekki nógu mikið í tungumálinu að horfa á heila mynd. Ég sat því heima að lesa bók og vesenast í tölvunni. Svo var ég svöng og fór út að borða og mamma kom svo til mín þegar hún var búin í bíó (kom í ljós að myndin var víst mjög góð og hún var með enskum texta, en oh well), og við fórum heim og fórum frekar snemma að sofa þar sem við þurftum að leggja af stað snemma til Sanski Most daginn eftir. Hér með er helgin komin og næst verður sagt frá þessari viku og lífinu í litla smá bænum Sanski Most. Svona er þetta þegar að maður skrifar ekki á hverjum degi þá verður maður eftir á með dagana, þangað til næst. Njótið stóru nammi snuddanna, candyflossins, mannþröngvarinnar, vonda veðursins, áfengisins og tónleikanna, sem sagt góðu landar njótið hins týpiska 17 júní :). Ég, mamma og pabbi munum flagga þessum 2 íslensku fánum sem mamma á, í tilefni dagsins.

Thursday, 15 June, 2006

Ferdin til Bosniu

Posted in Uncategorized at 7:37 am by lexusinn

Hey Hannes ju eg er farin fra Englandi, er i Bosniu nuna og kem ekki til Preston fyrr en 7 sept ad klara ritgerdina mina sem eg tarf ad skila 15 sept. Tad var virkilega gaman ad hafa tig med tennan laugardag, og eg fekk alla veganna sma lit, meira raudan en brunan, en samt 🙂.þá kemur sagan af því sem Alex gerði eftir að Eisinn hennar fór aftur heim til Íslands síðasta mánudag fyrir viku síðan. Eftir að hafa séð eftir Eisa inn um security tékkið þá hljóp ég að ná lestinni minni heim. Klukkutíma lestarferðin gekk frekar hratt fyrir sig og ég var sem betur fer ekki eins sorgmædd eins og ég hélt ég yrði. Örugglega vegna þess að ég hafði um nóg að hugsa þetta kvöldið (pakka, hvernig ég ætti að koma mér til London daginn eftir o.s.frv.), einnig þá vissi ég það að ég var á leiðinni til mömmu og mundi því ekki þurfa að vera ein í Preston lengi í viðbót og Eisi minn er búinn að plana að koma til Bosníu í 3 heilar vikur í Ágúst og mér hlakkar svo til þess. En jú ég fann nú til einmanna kenndar eins og alltaf þegar við kveðjumst og ákvað ég að labba heim af lestarstöðinni til að draga það á langinn að fara heim í herbergið mitt þar sem Eisi er ekki að bíða eftir mér.

Eftir að hafa komið heim hófst ég strax handa við það að pakka öllu draslinu mínu sem ég ætlaði að taka til Bosníu og svo pakkaði ég aukadrasli í aðra tösku og setti hana undir rúm, sem ég mun taka með mér heim í sept. Ég og Eis höfðum keypt ódýra vigt fyrr um daginn til að vigta töskurnar og ég vigtaði mína og úps hún var komin upp í 30 kíló. Ég ákvað því að skilja ensku alfræðibókina eftir (sem er by the way geðveikt þung) og pakkaði svo upp úr ferðatöskunni í handfarangurinn. Samt var taskann enn of þung, ég ákvað því að skilja nokkrar flíkur eftir og komst að því að sama hvað ég reyndi þá var taskan samt um 25 kíló og handfarangurinn orðinn 9-10 kg. En ég ákvað bara screw it, ég mun þá borga yfirvigt (planið var nefnilega að taka eins mikið með mér og hægt var og svo þegar pabbi kemur núna 17 júní, þá ætla ég að láta hann taka eitthvað með sér og svo koma tengdó og Eisi og bróðir hans Eisa og kærasta í Ágúst og fá þau að taka með sér líka, ég mun því bara taka það nauðsynlegasta til baka til Preston í þessa viku eða svo sem ég mun vera þar og þar með mun ég geta pakkað restinni af draslinu sem ég skildi eftir á leið heim), sniðug HA? 🙂

Morguninn eftir vakna ég frekar snemma, fæ mér að sjálfsögðu koffín skammtinn minn og fór svo á rútustöðina því mig langaði að athuga hvernig rúturnar færu til London. Vandamálið var nefnilega það að ég átti að fljúga frá London Heathrow á miðvikudagsmorgninum kl 6, en ef ég tæki lest þá væri síðasta lestin komin upp á völl um 23 leytið á þriðjudagskv og sú fyrsta um nóttina væri komin kl 6 um morguninn (þegar að vélin mín færi í loftið). Tinna vinkona var búin að bjóða mér að koma til sín á þriðjudeginum og svo gæti ég sofið smá og lagt af stað upp á völl um 3 leytið, en við komumst svo að því að eina leiðin til að komast upp á völl á þeim tíma var með taxa sem er geðveikt dýrt. Ég fór því á rútustöðina og komst að því að það færi rúta kl 15:40 á þriðjudag og væri komin til London Heathrow um 22:40 og kostaði það bara 31pund í stað 50 með lest. Ég hugsaði mig aðeins um, talaði við Tinnu og komst að því að þetta væri ódýrasta og besta leiðin því það er auðveldara að ferðast með rútu en með lest með svona fáranlega þungan farangur. Ég tók því rútu um eftirmiðdaginn frá Preston til London, náði að sofa smá án þess að hafa áhyggjur af farangri og var svo komin upp á völl 22:40 en innrituninn byrjaði ekki fyrr en kl 4:30. En ég meina ég er enn ung og næturdýr þar að auki og hef gert þetta oft áður og hugsaði, æ þetta verður ok. Ég rölti því á barinn og þegar ég kom þangað þá komst ég að því að þau voru að kalla síðustu drykki á barnum og mundu loka eftir hálf tíma, fucking bömmer. Ég náði því að kaupa mér einn bjór, settist hjá miðaldra súper hressu bresku pari og spjallaði við þau um heima og geyma þangað til það lokaði. Svo hafði ég tekið með mér snakk og einn dósabjór (því ég vissi að allir pöbbarnir á vellinum lokuðu snemma) og fór út og sat þar á bekk að drekka heita dósabjórinn minn og éta snakk og hlusta á leigubílstjóra rífast við gaurinn sem skipar kúnnunum niður á bílana, með von um það að klukkan væri orðin mun meir þegar að ég kláraði bjórinn. En því miður var hún bara að nálgast 1. Ég ákvað því að fara á eina kaffihúsið sem er opið á vellinum og sat þar að drekka latté og leysa krossgátur. Ég entist á kaffihúsinu til að verða 3 en svo gafst ég upp, því það var einhver miðaldra ungverji þarna, sem að, að hans sögn var búinn að ferðast frá guð veit hvaðan og var ekki búin að sofa í 72 tíma og var greinilega að drekka vodka og honum leiddist frekar mikið. Hann gekk því á milli allra sem voru einir og var að spjalla. Til að byrja með var ég næs þegar að hann var að spjalla við mig, æ þið vitið var að rýna oní krossgátuna mína og leit upp af og til, til að svara spurningum. Hann gafst svo upp á mér eftir smá stund því ég var ekki að tala við hann nema bara stutt svör við hans spurningum, þá fór hann að trufla einhverja aðra næstu 20 mín og kom svo aftur og svona gekk þetta. Undir lokin var ég orðin svo þreytt og pirruð á honum, því eftir að hann komst að því að ég heiti Alexandra þá sat hann alltaf á næsta borði og öskraði : Sasha, Sasha (sem er gælunafn fyrir Alexöndru á rússnesku og bosnísku og þeim málum) að ég endaði með að vera hálf dónaleg við hann og þegar að hann spurði, Ey hvað gerðist við þig, þá hreytti ég til baka til að vera ekki of dónaleg (því ég hálf vorkenndi honum) að ég væri orðin súper þreytt og pirruð og þætti mjög vænt um það að hann mundi bara hætta að tala við mig.Hann hætti í smá stund og þá var ég hreinlega bara orðin einum of pirruð til að sitja þarna lengur að ég ákvað að rölta um flugvöllinn í tæpan klukkutíma og svo var eitthvað fólk komið að innritunarborðinu, hálftíma fyrir innritun að ég sat þar á gólfinu næsta rúma hálftíma eða svo. Hmmm skemmtileg nótt.

En það eina sem bætti allt þetta var að þegar að ég setti töskuna upp á vigtina þá var hún rúm 28 kg, ég hugsaði bara, great hvað ætli ég þurfti að borga mikið, en konan sagði ekki neitt og var að senda töskuna af stað þegar að hún spurði mig um handfarangur. Ég sagðist vera með eina hliðartösku, hún bað mig um að setja hana á vigtina og hún var einhver 11.5 kg, en það má greinilega bara taka með sér 8 kg. Hún stakk því upp á því að ég mundi taka úr töskunni og setja í farangurstöskuna, ég tók út 2 bækur sem voru 3 kg til samans og setti í hina töskuna sem var þá orðin rúmt 31 kg. En hún bara brosti, senti töskuna í burtu og lét mig fá miðann minn. 🙂 ekki slæmt að komast frítt áfram með 11 kg yfirvigt, sá svo þegar við vorum komin í vélina að hún var hálftóm og það skýrir örugglega af hverju hún rukkaði mig ekki. Heppin ég segi ég nú bara 🙂

Eftir stutta millilendingu í Mílanó (rétt nægur tími til að fara í gegnum security tékk og hlaupa að næstu vél) þá lenti ég í Sarajevo rétt fyrir hádegi. þar sem ég kom á miðvikudegi, þá var mamma í Sanski Most (bærinn sem hún vinnur í) og þurfti ég því að taka á móti sjálfri mér á vellinum og taka svo taxa heim. það tekur ca 5 tíma að keyra frá Sarajevo til Sanski Most og tók það því ekki fyrir mig að fara þangað, vera komin á miðvikudagskvöldinu og svo koma með þeim aftur til Sarajevo á föstudeginum. Ég kom því heim til mömmu af vellinum, lagði mig (þar sem ég hafði ekkert sofið alla nóttina), vaknaði og fór út að borða með bók, kom svo heim og las bók þangað til ég sofnaði. Daginn eftir svaf ég út, fór á kaffihús með bók, heim og svo út að borða aftur með bók, svo heim að lesa bók og sofa. Alltaf gaman að koma til mömmu því hún á nóg af bókum sem ég hef ekki lesið og þegar að maður er einn og engin tölva og ekkert sjónvarp þá er bókin besti vinur minn. En nóg um það í bili, málið er að þegar að ég kem hingað þá á ég enga vini (eini vinurinn sem ég átti hér er núna í Englandi), sjónvarpið er meira og minna rusl og mamma er bara með þessa gömlu símnettengingu, þannig að ekki nóg með það að hún er hæg þá get ég t.d. ekki setið upp í herberginu mínu og reykt og sörfað á netinu. Mamma fer líka frekar snemma að sofa miðað við mig (hún fer að sofa um 23 leytið en ég vaki ofast til 3-4 um nóttina), þannig að það eina sem ég get gert er að lesa bók eða tjá mig á blogginu mínu. Einnig þá fæ ég ekki gögnin mín fyrir ritgerðina fyrr en á mánudaginn í fyrsta lagi þannig að ég get ekki einu sinni unnið að ritgerðinni minni. þið megið því búast við frekar löngum færslum næstu dagana. þess vegna ætla ég að hætta núna og segja ykkur frá helginni næst.

Sunday, 11 June, 2006

Eisinn minn kom og fór eina ferðina enn

Posted in Uncategorized at 14:02 pm by lexusinn

Ok þá gott fólk, það er alveg nóg búið að gerast frá því að ég skrifaði seinast. En áður en ég byrja að skrifa frá því þá vil ég bara segja TAKK EISI MINN fyrir alveg meiriháttar fallegt komment sem þú skrifaðir við síðustu færslu, þykir alveg ógeðslega vænt um það (eins og þú veist, þar sem við tölum nú saman á næstum hverjum degi), og mér líður nákvæmlega eins. Ég hélt aldrei að það væri hægt að vera meira ástfangin af þér eftir tæp 7 ár en á fyrstu 2 árunum okkar saman. En ég meina þetta skýrir greinilega afhverju ég er svona óheppin í spilum, því greinilega er ég alveg geðveikt heppin í ástum 🙂

Monika mín, þegar það verður brúðkaup (fólk ekki spyrja hvenær, það bara verður þegar það verður 🙂) þá ætlast ég til þess að þú hættir þessu skekkjabúa lífi í smá stund og komir heim og ég lofa að hafa litla marensköku spes fyrir þig 🙂. Og Tóta mín, takk fyrir broskallana, þeir ilja manni alltaf um hjartarætur, því það þarf ekki meir en þetta til að vita að einhver þarna úti í heimi hugsar til manns, hér er einn til baka stílaður á þig 🙂.Alla veganna það sem er búið að gerast síðustu viku er að hann Eisi minn kom til mín síðasta föstudagskvöld. Hann flaug með þessu líka brilljant flugi til Manchester (mér finnst að það ætti að vera allt árið í kring, ég nefnilega flaug með þessu flugi um páskana og það er ekki hægt að lýsa hversu mikill munur það er að fljúga þangað í staðinn fyrir að fljúga til London eða Glasgow), þannig að ég þurfti bara að taka eina klukkutíma lest upp á flugvöll að sækja hann (í staðinn fyrir að taka 4 tíma lest til London). Við komum ekki heim fyrr en upp úr miðnætti, fengum okkur take away mat og borðuðum hann ásamt því að sötra 2 bjóra fyrir framan TV og fórum svo að sofa. Daginn eftir á laugardeginum, vöknuðum við um 11 leytið (sem var frekar snemma, því við fórum frekar seint að sofa og greyið Eisi hafði verið að þræla sér út síðustu vikur við að klára verkefni í vinnunni til að komast til mín), EN þar sem hann stoppaði hjá mér svo stutt þá ákváðum við að fara til Blackpool í tívolí á laugardeginum og við höfðum mælt okkur mót við Hannes um 12 leytið á lestarstöðinni því hann vildi líka fara í tívolí (líka fínt að leyfa Eisa aðeins að kynnast stráknum sem ég hef verið að fara á djammið með og sem er búinn að gista heima hjá mér í einu herberginu alla veganna 2 sinnum síðustu mánuði). Við hittum því Hannes á lestarstöðinni og tókum 25 mín lest til Blackpool, þar keyptum við okkur heilsdags armbönd í tækin og svo byrjaði fjörið. Bæði ég og Hannes höfðum farið í sitthvoru lagi í þetta tívolí og ég var meira og minna alin upp í Amerískum tívolí tækjum þegar ég var yngri, en Eisinn minn hafði aldrei farið í neitt svona áður (fyrir utan eina kúlu sem var í Laugardalnum fyrir mörgum árum síðan, sem skítur manni hátt upp á teygju, geggjað by the way). þannig að ég og Hannes ákváðum að taka Eisa frekar í minni tækin fyrst og svo stækka við okkur. En einhvern veginn tókst okkur að troða Eisa (og okkur) í stærsta og hræðilegasta tækið fyrst, risa stór turn sem skítur manni upp fleiri metra og svo dettur maður beint niður. Geðveikt tæki, eiginlega besta tækið á svæðinu. Ég verð að segja að Eisi minn stóð sig eins og hetja miðað við að þetta var fyrsta tækið sem við drógum hann í. Svo fórum við í einn lítinn rússíbana og svo í rússíbana sem fer í eina lykkju (geðveikt cool) og svo stærsta rússíbanann og svo aftur í turninn og svo framvegis, Eisi var nú farinn að venjast þessu en það sem hann sagði að honum þætti verst var að við þurftum að labba upp 2 hæðir af járn tröppum að lykkjunni og hann varð svo lofthræddur þar en eins og ég sagði áðan þá stóð hann sig eins og hetja og ég er virkilega stolt af manninum mínum að leyfa mér að draga hann þarna upp og í öll þessi tæki. Ég er ekki viss um að ég hafði staðið mig eins vel ef hann hefði dregið mig í eitthvað sem mundi reyna á  innilokunarkenndina mína eða pödduphobíuna mína (sem sumir hafa kynnst betur en aðrir sem þekkja mig 🙂).

En já, ég, Eisi og Hannes eyddum öllum deginum í tívolí, frá 13-20 þar sem við hlupum á milli geggjaðra tækja. Við tókum að vísu rúman klukkutíma í matar og bjór pásu og Eisi og Hannes ákváðu að kaupa sér heila dollu af candyfloss í desert og átu hana á um 10 mín. Ég að vísu hjálpaði Eisa aðeins með sína dollu en Hannes át sína svo hratt og svo skrítið að hann væri að kvarta yfir því að vera smá illt í maganum 🙂, strákar, eru strákar og verða alltaf strákar 🙂. En það er bara sætt. 🙂

Við tókum svo lest heim og vorum ekki komin til Preston fyrr en um 11 leytið, ákváðum þá að fá okkur að borða á Subway og þar sem Hannes var búinn að missa af síðasta strætónum sínum heim og þurfti að gista heima hjá mér í “sínu” herbergi, þá ákváðum við að kíkja út í 2 bjóra og fórum svo öll heim að kjafta og drekka meiri bjór. Aumingja Eisi var ALGJÖRLEGA úrvinda, greyið, enda búinn að vera á fullu síðustu vikur heima og svo kemur hann til mín og ég ríf hann upp úr rúminu snemma í fríinu sínu til að eyða öllum deginum á hvolfi eða í öðrum tækjum sem láta innyflin og heilann hoppa hæð sína. En jú við fórum svo öll að sofa á endanum, og vorum búin að ákveða að Hannes mundi bara fara án þess að kveðja daginn eftir þar sem hann þurfti að vakna snemma til að læra og ég ákvað að ég og Eisi mundum bara sofa þangað til við vöknuðum. Sem að við jú gerðum, ég held að við höfum ekki farið frammúr fyrr en kl 15 eða 16. Stundum er gott að slappa af og sofa bara hreinlega þangað til að maður vaknar að sjálfkröfum, enda ef maður vaknar svona seint þá þurfti maður greinilega á því að halda 🙂. Eftir að við vöknuðum, fengum við okkur kaffi og röltum svo niður í bæ að fá okkur eitthvað að borða. Borðuðum og sátum svo yfir kaffi í einhvern tíma, fórum svo heim og ákváðum að reyna að pakka smá. Okkur tókst að pakka prentaranum/skannanum/ljósritunarvélinni og fullt af bókum, skóm og fötum. Bróðir hans Eisa (sem er by the way flugmaður hjá Icelandair, fyrir þá sem ekki vita) var búinn að semja við flugmanninn sem flaug með Eisa heim að taka fyrir hann tösku í sínu nafni með 25 kílóum. Sem gerði Eisa kleyft að taka með sér sín 20 kg og svo 25 kg í nafni flugstjórans, sem var bara það frábærasta sem hægt var að gera fyrir mig, og ég vildi óska að ég gæti sýnt þakklæti mitt til þessa vissa flugstjóra S.L. og bróður hans Eisa fyrir að gera þetta kleyft fyrir okkur, öðruvísi en að segja bara HJARTANS ÞAKKIR eins og er hér á blogginu (mun að sjálfsögðu knúsa Nonna þegar ég sé hann í ágúst þegar hann, kærastan hans, Eisi og tengdó koma hingað í frí, og svo verð ég bara að hafa upp á S.L. til að þakka honum þegar að ég kem heim, eða eitthvað í þá áttina). Við tróðum því endalaust af drasli í töskurnar 2 og bakpokan hans Eisa og tókst mér að losa mig við meira og minna allt af draslinu mínu, það eina sem við skildum eftir voru föt sem ég ætlaði að taka til Bosniu og bækur og blaðagreinar sem ég þarf að hafa úti fyrir ritgerðina mína, og svo eitthvað svona smotterí sem ég mun reyna að taka með mér heim í sept.    Eftir að hafa náð að pakka flest öllu drifum við okkur út að borða kl 21, en ég var náttúrulega búin að gleyma því að það var sunnudagur og allir fínu veitingastaðirnir loka snemma (mig langaði nefnilega að eiga eitt kvöld þar sem bara ég og Eisi myndum fara fínt út að borða, æ þið vitið, forréttur, aðalréttur, rauðvín og dót), þannig að þegar að við komum á veitingastaðin sem ég var búin að velja fyrir kvöldið, þá var lokað. Við fórum því á annan stað sem ég veit um, hmm lokað. Mér datt því einn Ítalskur staður í hug sem við höfðum farið á í Nóvember og jú þar var opið. Ég var eiginlega fegin að við höfðum endað þar, ekki eins FÍNT heldur bara geðveikt kósý, mátti reykja og þjónustan frábær og maturinn og vínið virkilega gott. Ég var því virkilega ánægð því svona staður er meira minn stíll, sem sagt Ítalía í samanburði við Lækjarbrekku heima, maður fer “fínt” út að borða en samt ekki FÍNT, ef þið skiljið hvað ég á við. Ég hef alltaf verið meira fyrir þessa heimilislegu en samt fínu stemmningu frekar en þessa sterelíseruðu FÍNU stemningu, þar sem maður getur ekki einu sinni hóstað og þá er horft illu augnaráði á mann, jú kannski smá ýkt en þið fattið er það ekki. En jamm eftir mat fengum við okkur einn bjór á pöbb og fórum svo heim. Svo daginn eftir á mánudeginum kíktum við niður í bæ og eftir að hafa skoðað í allar íþróttabúðir í bænum, fundum við loksins á mig íþróttaskó. Málið er að í öllum búðunum var úrvalið af kvennmannskóm bara fáranlegt. Það var mjög lítil úrval og allir skórnir voru annað hvort hvítir, bleikir eða bláir, en mér auðvitað langaði bara í venjulega svarta skó. En jú tókst á endanum og ég labbaði ánægð með Eisa og nýju skónna mína á Pizza Hut þar sem við fengum okkur að borða. Svo var farið heim, klárað að pakka og svo kom að þessum leiðinlega tíma þar sem við þurftum að fara á lestarstöðina til að taka lest upp á völl. En sem betur fer þar sem hann var að fljúga frá Manchester þá gat ég farið með honum á völlinn og við gátum verið saman þangað til hann þurfti að fara. Svo þannig var það, Eisi minn kom, við áttum indislegan tíma saman en svo fór hann aftur og enn eina ferðina þurfti ég að labba ein heim af lestarstöðinni.

Friday, 2 June, 2006

Ekkert að gerast en samt alltaf eitthvað

Posted in Uncategorized at 3:53 am by lexusinn

Ok þá allir. Ég hef ekki haft mikið að segja síðustu daga enda er meira og minna ekkert búið að vera að gerast. Eftir að Piotr fór slappaði ég bara af, enda gerðum við nóg þá vikuna sem hann var hér. Svo síðasta þriðjudag hringdi Hannes í mig og sagði að hann væri í fríi í skólanum á miðvikudaginn og spurði hvort ég vildi kannski kíkja út í bjór með honum á þriðjudagskvöldinu. Ég auðvitað sagði já, enda hafði ég ekkert annað að gera. Hann kom á þriðjudagskvöldið í bæinn (býr 25 min akstur frá bænum), henti draslinu sínu upp í herbergið hans Juliens, sem er farinn til Frakklands og við fórum og fengum okkur að borða á pöbbnum. Svo fórum við á annan pöbb og spiluðum pool og svo á enn annann að drekka bjór. Hann fór svo á miðvikudeginum eftir hádegi, því hann þurfti að fara að læra. Svo á fimmtudagskvöldinu fór ég út að borða með Garðari á einum pizzastaðnum hérna í bænum og svo sátum við á einum bar að drekka rauðvín til lokunar.

Síðasta helgi og þangað til í gær hefur svo bara farið í leti. Ég er alltaf að reyna að fá sjálfa mig til að pakka en er ekki alveg að nenna því. Málið er nefnilega að hann Eisi minn er að koma annað kvöld og mun hann koma hingað með risastóra ferðatösku til að flytja alla veganna 25 kíló af drasli heim fyrir mig. Ég veit auðvitað ekki hvað kemst mikið í töskuna og er ég því að spá í að láta hann taka það sem hann getur. Svo eftir að hann fer þá mun ég pakka því sem ég þarf til Bosniu og svo geyma restina hér og díla við það í september. Málið er nefnilega að húsfélagar mínir ætla að koma aftur hingað í sept til að taka masterinn sinn og þess vegna ætla þau að halda húsinu. þannig að ég get geymt draslið mitt hér yfir sumarið og svo mun ég hafa húsaskjól í þessa viku eða svo þegar að ég kem til baka. Ég var nefnilega farin að hafa áhyggjur af því hvar ég ætti að gista þegar ég kem aftur að skila af mér ritgerðinni, enda rennur leigusamningurinn út 22 apríl, en þarf víst ekki að hafa áhyggjur af því. Ég mun því vera gestur í mínu eigin húsi, ef það mætti líta á það þannig. Að vísu kem ég 7 sept til baka og allir hinir um 15 og mun ég því njóta herbergisins míns í nokkra daga, en svo koma hin til baka og þá auðvitað missi ég herbergið mitt þar sem ég mun ekki vera að leigja lengur og mun enda upp sem gestur á sófanum í alla veganna 2 nætur.

En annars já, það eru allir farnir úr húsinu nema ég og Karina. Að vísu er kærastinn hennar fluttur inn í viku, en hann vinnur frá 9-22 alla daga þannig að ég sé hann hvort eð er aldrei. Sem sagt orðið einmannalegt í stóra fína húsinu okkar. En það er allt í lagi þar sem hann Eisi minn er að koma annað kvöld og verður fram á mánudag og svo fer ég til London á þriðjudag og tek svo morgunflug til Sarajevo á miðvikudagsmorgun.

Jamm, þannig að síðustu dagar hafa ekki verið viðburðaríkir, en ég stytti dagana með að glápa á sjónvarp og fara í minnsta lagi klukkutíma göngutúr á dag, upp í 2 tíma, jafnvel hlaupa smá í parkinu sem er nálægt okkur. Nefnilega eftir allt þetta rölt okkar Piotrs þegar hann var hér, komst ég að því að það er frábært að fara í göngutúr og er ég núna orðin húkkt á því að fara að labba á hverjum degi. Fyndið.

En alla veganna þarf að hitta kennarann minn á morgun til að finna fleiri heimildir fyrir ritgerðina mína áður en ég fer til Bosniu, taka smá til í herberginu og gera fínt fyrir Eisa minn, reyna að plana hvað hann á að taka með sér svo ég þurfi ekki að eyða helginni með honum í það og já bara bíða spennt eftir að sækja manninn minn á völlinn annað kvöld.

Koss og knúsar frá Preston

Thursday, 25 May, 2006

Meira af síðustu viku

Posted in Uncategorized at 13:06 pm by lexusinn

Jæja sem sagt kominn tími á að skrifa eitthvað.

Eftir ferðina okkar góðu til Liverpool á þriðjudeginum, ákváðum við Piotr að fara til Manchester á miðvikudeginum. því miður byrjaði að rigna þegar að við komum til Manchester, þannig að við náðum ekki að rölta mikið um bæinn og skoða okkur um, enda ekkert gaman að rölta mikið í hellidembu. Við fórum því á aðal verslunargötuna, Picadilly og fórum á búðarráp. Piotr er nefnilega búinn að eiga í erfiðleikum með að finna á sig einhverjar buxur hér í UK. Við röltum inn í eina ódýra búð sem heitir Primark og þar endaði hann á að versla sér 5 pör af buxum, 2 síðermaboli, 2 hettupeysur og belti og kostaði það allt bara 6000 kr, og var hann alveg yfir sig ánægður og sagðist ekki þurfa að versla föt það sem eftir væri af árinu. Ég hins vegar vildi bara finna á mig íþróttabuxur í þessari búð, en það voru engar flottar í minni stærð. Við héldum svo búðarrápinu áfram í um klukkutíma og svo nenntum við ekki meir. Fórum og skoðuðum eina kirkjuna í Manchester og fórum svo og fengum okkur drykk. Eftir það vorum við svöng, þannig að við röltum að kínahverfinu og fengum okkur að borða á kínverskum veitingastað og svo var bara haldið heim. Við eyddum svo restinni af kvöldinu heima upp í sófa að glápa á TV.

Á fimmtudeginum ákvað ég að sofa út og Piotr fór að hitta kennarann minn og eyddi morgninum í að kjafta við hana. Hann kom svo heim og við vorum bara að glápa á TV og eyða tímanum á netinu. Um 17 leytið fórum við svo að fá okkur að borða og eftir mat ákváðum við að fá okkur göngutúr. Við enduðum á því að labba út um allt í Preston, skoða gamlar kirkjur og byggingar. Fundum gamla brautarteina sem ganga undir Preston og okkur fannst þetta svo merkilegt að við eltum teinanna til að sjá hvert þeir fara. það er við það er ekki hægt að fara á teinanna sjálfa þannig að við eltum þá ofan af götunni og löbbuðum hálfan bæinn að elta þessa blessuðu teina, sem enduðu svo í göngum sem við gátum ekki fundið endann á. þannig að við gáfumst upp og héldum göngu okkar áfram þangað til það var farið að dimma og þá ákváðum við að við værum búin að labba nóg og kíktum í bjór á einum af pöbbunum hér og svo var bara farið heim. 

Á föstudeginum fórum við í hádeginu að fá okkur að borða með kennurunum mínum og eftir mat lögðum við leið okkar enn eina ferðina á lestarstöðina og tókum lest til Blackpool. þar fórum við í tívolí, því Piotr hafði aldrei á ævinni farið í nein svoleiðis tæki. Eyddum við því deginum í rússíbönum og öðrum tækjum, mjög gaman. Svo fórum við á veitingastað í bænum og sátum þar alveg heillengi að borða og drekka vín og spjalla um heima og geima. Tókum svo síðustu lestina aftur til Preston, kíktum á einn skemmtistað í bænum og fórum svo heim.

Svo kom laugardagurinn og eftir smá TV gláp, pakkaði Piotr og við fórum enn eina ferðina á lestarstöðina saman, nema að í þetta skipti var ég ekki að fara neitt, heldur fékk ég að labba ein heim eftir á 😦 En svona er það allt gott þarf víst að taka enda.

þannig að hér er ég, ein aftur að gera ekki neitt, bara að bíða eftir að Eisi minn komi að heimsækja mig 2 júní og svo eftir að hann fer, fer ég til mömmu til Bosníu að vinna og skrifa mastersritgerðina mína.

En nóg í bili, þangað til næst 

Monday, 22 May, 2006

Geggjuð vika

Posted in Uncategorized at 1:48 am by lexusinn

Jamm ég er sem sagt orðin einmanna hér eina ferðina enn. Piotr, vinur minn kom síðasta laugardagskvöld frá Bournmouth til Preston. Hann kom ekki fyrr en um rúmlega 20 um kvöldið, þannig að við tókum taxa heim, ég sýndi honum herbergið hans. Við fengum okkur bjór heima og horfðum á TV. Svo löbbuðum við niður í bæ og náðum okkur í take away mat, og tókum svo taxa heim að borða mat og horfa á meira TV.

Á sunnudaginn ákváðum við bæði að sofa út og svo horfðum við á smá TV og letihauguðumst upp í sitthvorum sófanum. Svo fórum við í bæinn, versluðum batterí fyrir reykskynjaran heima, ásamt sjampó og bað sápum. Fórum við svo á einn pöbbinn í bænum að fá okkur að borða, fengum okkur aðsjálfsögðu bjór með. Svo kom Helene (ein af stelpunum sem ég bý með), við 3 sátum og kjöftuðum og drukkum og kjöftuðum og drukkum og enduðum á því að fara heim um 1 um nóttina. Frábært kvöld, bókstaflega, endalaust kjaftað, slúðrað, drukkið og bara name it.

Á mánudeginum, sváfum við líka út, hittumst í stofunni (hans herbergi er á 3 hæð, mitt á 1 hæð), fengum okkur kaffi og svo löbbuðum við niður í skóla, hittum kennarann minn og sátum þar og töluðum við hana í að minnsta kosti 2 tíma. Eftir það fórum ég og Piotr á pöbbinn að fá okkur að borða, og fórum svo heim að hafa það bara næs heima að glápa á TV, sörfa á netinu, labba í bæinn um kvöldið, taka take away mat og fara aftur heim að horfa á TV.

Á þriðjudeginum vorum við búin að fá nóg af því að gera ekki neitt. Við fórum og fengum okkur mat sem kennarinn minn hafði útbúið fyrir sunnudagsveislu sem ekkert varð úr, og borðuðum við því í einni kennslustofunni, ásamt bekkjarsystkinum mínum og öllum kennurunum. Krakkarnir entust í um rúman klukkutíma, og 3 af þeim ákváðu að fara á pöbbinn, á meðan að hin fóru bara heim. Ég og Piotr ákváðum hins vegar að vera um klukkutíma lengur að spjalla við kennarana, svo þegar að kennararnir þurftu að fara að gera sína kennara vinnu, fórum ég og Piotr að hitta þessi 3 bekkjarsystkini mín á pöbbnum. Málið er bara það að bekkjarsystkinin mín eru ekki svo áhugaverð, og eins og ég þoli þau ekki að vissu leyti þá þoldi Piotr þau ekki heldur (eina ástæðan fyrir því að ég hangi með þeim annars, þegar ég er ein hér er að jú ég er einmanna og þarna er fólk sem er í sama fagi og ég) en þegar ég hef alvöru VIN sem þekkir mig meira og minna út og inn, þá nenni ég ekki að hanga með þessum krökkum. Þannig að við ákváðum að fara og gera eitthvað, og það eina sem mér datt í hug var að fara og taka lest til Liverpool að skoða okkur um. Þannig að við tókum lest til Liverpool, löbbuðum um bæinn í 2 tíma og fengum okkur svo bjór á einum pöbbnum þar og ákváðum svo að taka lest heim. Nema að þegar að við komum á lestarstöðina, þá var klukkutíma bið í næstu lest til Preston, þannig að við fórum á pöbbinn á lestarstöðinni og fengum okkur bjór meðan að við biðum. Og greinilega orðið langt email þannig að enn eina ferðina kemur framhald næst J

Tuesday, 16 May, 2006

Komin í smá frí LOKSINS

Posted in Uncategorized at 1:41 am by lexusinn

Jæja gott fólk, ég er sem sagt búin með öll verkefnin mín. Önn nr 2 er búin og ég er komin í 2 vikna frí samkvæmt stundarskránni, því önn nr 3 byrjar svo 26 maí. Ég var að spá í því hvort ég ætti að koma heim á þessum 2 vikum. En málið er það að ég var búin að suða svo lengi í vini mínum, honum Piotr (sem ég var að vinna með í Bosníu) að koma að heimsækja mig. Hann er nefnilega núna að kenna í Bournmouth í suður Englandi, þannig að ég vildi endilega að myndi koma að hitta mig og kennarann minn sem hann þekkir líka. Hann sagðist alltaf ætla að koma og svo ákvað hann að koma núna vikuna 13-20 maí, þannig að ég gat ekki bara sagt æ, veistu ég er farin heim til Íslands, ekki koma. Einnig, ég er að plana að koma heim í júlí á landsmót og þar sem ég hef enn ekki lært að skíta pening og ekki er ég vinnu, né að vinna nokkurn skapaðan hlut í Lottó, þá ákvað ég að koma ekki heim yfir þessar 2 vikur.  það spilaði auðvitað líka inn að ég var ný komin að heiman og ég á eftir að kaupa og borga fyrir flug til Bosníu héðan. þannig að já ég kem því miður ekki heim fyrr en í júlí í nokkra daga.

En já það er nú ekki mikið búið að gerast síðan að ég komst í frí, sem var núna á föstudaginn. Hannes, íslenski strákurinn sem býr hér í smá bæ nálægt Preston kom í bæinn á föstudaginn og við kíktum út í nokkra bjóra. Á laugardaginn vaknaði ég svo veik, þá ekki áfengis veik heldur flensu/kvef veik, enda eru allir í húsinu og allir í skólanum veikir líka. Svo kom hann Piotr á laugardagskvöldið og síðan þá erum við bara búin að vera á pöbbarölti, horfa á sjónvarp, borða, sofa og njóta þess að vera í fríi. Ég auðvitað tók á veikindunum eins og ég geri alltaf, það er ekki að viðurkenna það að ég sé veik og eins og alltaf þá virkar það best fyrir mig, sem sagt fara bara út og láta sem ég sé ekki veik og oftast hverfa veikindin hjá mér þannig. Ég nenni ekki að liggja heima undir teppi að ná úr mér veikindum ef þetta er bara 38 stiga hiti, kvef og særindi í hálsi, hefur alltaf verið þannig og svo lengi sem ég fæ að ráða þá verður það þannig, enginn aumingjaskapur hér :), það þarf í minnsta lagi að vera 40 stiga hiti og óráð sem mun kannski halda mér heima, en ég meina það hefur gerst einu sinni til tvisvar síðustu 10 ár, þannig að. En nóg um það. Planið næstu daga er að ég og Piotr erum að fara með bekknum mínum og kennurum að borða heimatilbúinn mat eftir Tal kennarann minn á morgun. Það átti nefnilega að vera svona pikknikk heima hjá henni á sunnudag, en dóttir hennar var veik þannig að hún ætlar bara að koma með allt í skólan á morgun. Svo ætlum við að reyna að fara til Manchester, Liverpool og Blackpool á næstu dögum að versla og skoða okkur um. Enda hefur Piotr sama sem ekkert séð af Englandi.

þannig að svona er það, þarf víst að fara að sofa svo ég geti vaknað á morgun til að fara að borða allan matinn 🙂

Knús og kossar

Previous page · Next page