Thursday, 6 July, 2006

Meira fra Grikklands ferdinni

Posted in Uncategorized at 12:53 pm by lexusinn

Já gott fólk ég átti sem sagt enn eftir að segja ykkur frá sunnudags morgninum þar sem ég vaknaði stolt á undan pabba og mömmu. Við auðvitað byrjuðum á því að fá okkur morgunmat og kaffi og allt það. Við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur þar sem að það var nú sunnudagsmorgun og sátum við því í um heila 2 tíma út á verönd. Svo fengum við nóg af því að sitja á byggingarsvæðinu. Ég nefnilega held að ég sé ekki búin að segja ykkur frá því að Auðunn og Sigurjóna keyptu íbúð í húsi þar sem á ekki að afhenda lykla fyrr en núna í júlí, en Auðunn ýtti á þá og fékk afhent í febrúar. Við vorum því eina fólkið sem bjó í ókláraðri húsnæðisbyggingu og þar að auki er verið að byggja endalaust af húsum í kring. Við því, vorum eina íbúðin í húsa lengju sem enn var verið að vinna að (saga flísar, laga gangstéttar og guð veit hvað), svo húsið við hliðiná var ekki einu sinni orðið fokhelt, og var því endalaust verið að hamra og bora hinum megin við götuna (og þegar að ég meina götuna, þá er ég að meina mjög lítinn malarveg). Eftir því smá setu á veröndinni innan um öll lætin og rykið sem að lagði af allri söguninni og boruninni ákváðum við, þar sem það var skýjað þennan dag og leit út fyrir að vera skýjað allan daginn, að fara í smá site seeing. Við keyrðum í lítin bæ, ca 15km  frá okkur sem heitir Dion að skoða smá fornleifarústir. Við fetuðum því í fótspor Alexanders hins Mikla (sá sem nýlega bíómynd var gerð af) og skoðuðum gamlar rústir frá hans tíma. Heila borg og leikhús og rústir af stöðum sem hann var á, og ýmsar rústir og þaðan af. það var auðvitað frábært að fá að skoða þetta allt, nema að eina vandamálið var það að þessi ský sem við sáum voru greinilega bara í smá stund og fengum við því að labba í ca 3 tíma í svooooooooo miklum hita að manni langaði helst að deyja á staðnum. En eftir að hafa  skoðað allt merkilegt var klukkan orðin 15 og við enn að deyja úr hita, þá ákváðum við að kíkja á fyrstu ströndina sem að við gátum fundið og fórum í sjóinn og lágum í smá sólbaði og rólegheitum þar. Svo auðvitað aftur í sömu rútínu, allir í sturtu og þeir sem voru ekki í sturtu drukku á meðan og svo út að borða. Á mánudeginum fórum við á ströndina og eyddum heilum degi þar á sólbekkjum þar sem pabbi fékk sinn skugga og ég og mamma í sól og svo flökkuðum við á milli sjós og lands í mestu notalegheitum í 35 stiga hita. Um 15 leytið fórum við svo á stað sem er á ströndinni að fá okkur að borða og svo seinna meira flakka á milli sjós og lands. Svo var farið heim um 19 leitið, skipts á að fara í sturtu, drukkið á meðan og svo farið út að borða í 28 stiga hita kl 21 um kvöldið, eins og öll hin kvöldin. Á þriðjudeginum var sama rútína, kaffi og vesen á byggingarsvæðin en aftur var skýjað og ákváðum við því að fara til borgar sem heitir Katerini og er ca 30 km frá okkur að útbúa lykil að húsinu sem sumir týndu nokkrum dögum áður (en ætla ekki að fara út í smá atriði hér 🙂 ). Svo fórum við á ströndina nálægt þeim bæ og ég og mamma vorum til að gera allt það sem pabbi vildi þar sem þetta var afmælisdagurinn hans, 27 júní. Eftir smá setu á ströndinni, líkaði okkur ekki svo vel því sjórinn var mengaður af þörungum og bara ekkert gaman. Við ákváðum því að fara á aðra strönd og vorum þar restina af deginum. Um kvöldið eftir sturtu og drykki fórum við á veitingastað sem pabbi vildi fara á (enda afmælið hans) og eftir mat labbaði mamma heim og ég ákvað að draga pabba á kaffihús þar sem hann gat horft á fótboltann, því hann vildi horfa en samt þá þarf hann að hanga með mér og mömmu þannig að mér tókst að draga pabba annað skiptið í röð á kaffihús svo hann geti horft á boltann. Ég horfi ekki á fótbolta og hef aldrei gert, en þar sem það er auðvitað mun skemmtilegra að horfa á fótboltann með öðrum á kaffihúsi heldur en einn heima þá er þetta í annað skiptið þar sem ég sit með pabba á kaffihúsi að horfa á leikinn. Ég meina mér finnst það fínt, pabbi fylgist með leiknum á meðan að ég sit og drekk vín og horfi með öðru auga. það var að vísu planið, en auðvitað eftir að sitja þarna ein með pabba og öllum hinum  sem erum að glápa á skjáinn þá fylgist maður með, og þetta kvöld voru frakkar að spila við spánverja. Ég, skiljanlega þoli ekki frakka, og því fylgdist ég spennt með leiknum bara til að sjá helvítis frakkana tapa. En nei, nei þeim tókst að skora mark eftir hálfleik (1-0) og ég og pabbi vorum frekar vonsvikin og löbbuðum heim stuttu eftir það, þó að það væru ca 20 mín eftir af leiknum (Enda vorum við bæði frekar þreytt, og það var um 29 stiga hiti,enn um 23 leytið og eftir að fjandans frakkarnir skoruðu og spánverjarnir spiluðu svo illa, þá vorum við bara búin að fá nóg). Samt auðvitað nutum við verandarinnar og drykks þar þegar að við komum heim.Svo kemur bæði miðvikudagur og fimmtudagur, leiðinlegt að þurfa að hlaupa svona í gegnum dagana en ég vil heldur ekki lýsa heilum degi nákvæmlega því hvað, ég er nú þegar búin að dragast aftur í, í dögum. En já miðvikudagur og fimmtudagur voru bara hreinlega þessi sumarfríis rútína. Sitja út á verönd þangað til að maður fékk nóg af ryki og borun og öllu því sem fylgir og eyddum við því þessum 2 dögum í að fara á ströndina og liggja þar, borða, heim, drekka, borða sofa. By the way eftir alla þessa daga á ströndinni er ég orðin svo náttúrulega brún og sæt og enginn kærasti til að sjá mig. En ég meina svona er þetta hjá mér, verð sólar brún og sæt og svo hverfur brúnkan og ég held mínu lífi áfram og ég læt ekki sjá mig í sólarbekkjum. Maður sér nefnilega fullt af brúnu fólki heima eftir alla þessa blessuðu sólbekki, en málið er að maður getur alltaf séð hver stundar sólbekki 20 sinnum á dag og á fólki sem að fer til útlanda og situr í alvöru sól. Ég meina ég hef séð stelpur heima sem eru búnar að sitja svo mikið í bekkjum og þær halda að þær séu svo sætar og fínar en brúnkan þeirra er svo uppiskroppuð og svo ónáttúruleg að það er bókstaflega eins og þær hefðu fundið mykju haug, stungið sér þar oní og mykjan storknað utan á þeim. Takk fyrir nei takk, ég nýt þess að vera brún af því að ég fór til sólarlanda, en svo kem ég heim og þá er ég bara hreinlega sú sem ég er í mínu náttúrulega umhverfi, og þarf ekki sólarbekki bara til þess að líta út ónáttúrulega brún á veturna í landi þar sem er engin sól. Alla veganna gæti skrifað bls um sólarbekki og annað en ætla ekki að gera það.Er hætt í dag, þarf að vakna snemma á morgun og mun segja ykkur frá öllu seinna.

1 Comment »

  1. Ína said,

    Hæ sæta
    Gaman að sjá hvað er gaman hjá þér úti. Vildi bara láta þig vita að ég fylgist með því sem þú skrifar og hef mjög gaman af. Skemmtilegt blogg hjá þér
    Ína í Danaveldi

  2. Rósa sæta said,

    Já núna er maður komin í netsamband og getur skoðað síðuna þína aftur, alltaf jafnskemmtilegt, haldu áfram að skemmta þér vel
    kossar og knús frá Rósu sem verður aldrei brún


Leave a comment