Sunday, 9 July, 2006

Frí lok og aftur í vinnuna

Posted in Uncategorized at 22:09 pm by lexusinn

Jæja gott fólk, hvert var ég eiginlega komin. Jú ég var komin að síðasta föstudegi, þar sem við þurftum að vakna snemma, þrífa íbúðina eftir okkur og leggja af stað frá Grikklandi hægt og rólega heim til Bosníu. Að vísu fórum við ekki frá Grikklandi fyrr en að við vorum búin að skoða stað sem heitir Meteora, þetta er sem sagt svæði þar sem er fullt af meiriháttar fallegum sandsteinsklettum, allskonar í laginu, og ofaná þessum klettum eru staðsett klaustur. Bókstaflega ef einhver hefði lyft upp heilu klaustrunum og plantað þeim á toppinum á klettunum. Virkilega fallegt ap sjá bæði klaustrin svona upp í klettunum og þessa nátturúfegurð sem þessir klettar eru. Við skoðuðum að vísu ekki inn í nema 2 af einhverjum 8-10 klaustrum sem eru þarna dreifð á nokkurra km svæði. Enda var svo vængefinn hiti, að við vorum búin á því eftir að hafa labbað upp á toppinn á einum klettinum og svo til baka út í bíl, og létum við því það nægja að horfa á restina úr fjarlægð.Eftir að hafa skoðað okkur um þar, stoppuðum við á kaffihúsi, fengum okkur að borða og drukkum endalaust af ísköldu vatni, enda enn að deyja úr hita. Svo fengum við ískalt vatn til að fylla á tómu plastflöskurnar okkar út í bíl og svo var lagt af stað frá Grikklandi inn til Makedóníu.

Við komum til bæjar í Makedóníu sem heitir Ochrid um kvöldmatarleytið. Ochrid er fallegur bær sem er staðsettur við risastórt stöðuvatn sem heitir einnig Ochrid, þar fundum við okkur hótelherbergi með útsýni yfir vatnið. Fórum svo og átum og drukkum á okkur gat, röltum um miðbæinn og skoðuðum í búðarglugga. Svo var bara farið að sofa svo við gætum vaknað snemma daginn eftir.Á laugardeginum sem sagt, vöknuðum við og eftir ágætis hótel morgunmat, keyrðum við að skoða gamla bæinn í Ochrid sem er umkringdur gömlum múrveggjum. þar skoðuðum við gamalt klaustur, fornleifaminjar og gamla virkið sem er þar, virkilega fallegt og indælt þarna.

Svo var sest aftur upp í bíl og lagt af stað til Albaníu. Í Albaníu keyrðum við hafnarborgarinnar Durres, kíktum á hvernig ströndin í Albaníu lítur út, og fengum okkur að borða við ströndina. Ég verð að segja að þó að Albanía sé talin vera fátækasta landið í Evrópu, vegna þess að þau voru undir versta kommúnisman í svo langan tíma, þá lítur Albanía alls ekki út fyrir að vera eins fátæk eins og hún er talin vera. Að vísu þá er Albanska mafían stærri, sterkari og valdameiri en Ítalska og Rússneska liggur við til samans. En já, eftir smá dvöl í Durres keyrðum við til höfuðborgar Albaníu, Tyrane, og keyrðum þar aðeins um og skoðuðum hvað væri að gerast þar.

Svo lögðum við aftur í hann þar sem klukkan var orðin frekar margt og við ætluðum að ná að gista í gamla bænum Kotor í Svartfjallandi yfir nóttina. En kl 21 um kvöldið þá var pabbi orðinn frekar þreyttur og pirraður eftir rúma 5 tíma stanslausa keyrslu um hörmulega vegi í Albaníu og beygjótta vegi svo í Svartfjallalandi. Við ákváðum því að gista í öðrum bæ sem heitir Cetinje og er gamla höfuðborg Svartfjallalands. Við skráðum okkur því inn á eina hótelið í bænum, sem er by the way með ljótustu hótelum sem ég hef séð. Týpiskt júgóslavneskt kommúnisma tíma hótel. En ég meina ekki var um mikið annað að velja. Við reyndum því að gera það besta úr kvöldinu, fórum og fengum okkur að borða og horfðum á Frakka spila gegn Brasilíu og svo var rölt upp á hótel að sofa. Daginn eftir, sunnudaginn, eftir frekar ekki svo góðan hótel morgunmat, röltum við aðeins um Cetinje og lögðum svo enn eina ferðina af stað. Við keyrðum frá Cetinje á mjög beygjóttum og þröngum fjallaveg, sem er frægur fyrir alveg stórkostlegt útsýni. Virkilega þess virði að fara þennan veg og skoða þetta meiriháttar útsýni. Við keyrðum svo niður til gamals bæjar niðri við sjóinn sem heitir Budva og skoðuðum okkur um þar. Eftir fína veru í Svartfjallalandi, keyrðum við inn til Króatíu, stoppuðum í kaffi og samloku í uppáhalds bænum okkar þar, Cavtat og svo keyrðum við í 3 tíma heim til Sarajevo. Við fórum beint á einn af veitingastöðunum nálægt húsinu okkar og borðuðum seinan kvöldmat með kunningjakonu mömmu.

Mánudagurinn fór bara í pura leti hjá mér og einnig kvöldið. Svo á þriðjudeginum lögðum við öll snemma af stað um morguninn til Sanski Most. Við unnum smá yfir daginn, og svo var borðað, horft á fótboltann um kvöldið og farið að sofa. Pabbi og mamma lögðu svo af stað um nóttina til Zagreb, því pabbi átti vél klukkan 8:30 um morguninn. Ég og Nermin hins vegar vöknuðum á eðlilegum tíma, fórum og fengum okkur kaffi og svo í vinnuna. Á miðvikudeginum var meira en nóg að gera í vinnunni og var ég að frá kl 9 til kl 15 að vinna og frá 15 til 17:30 að vinna að ritgerðinni minni stanslaust. Ég held ég hafi bara sest niður í hálfa sígó yfir daginn (reykjum nefnilega meðan að við vinnum). Svo fórum við og fengum okkur að borða og svo átti ég eftir að fara yfir nokkur case fyrir ritgerðina mína og fórum ég og mamma því aftur í vinnuna og vorum þar til 21. Svo þegar heim var komið þá var ég búin að fá nóg af því að sitja fyrir framan tölvu að ég slappaði bara af um kvöldið. Fimmtudagurinn var þessi venjulegi dagur í vinnunni, nóg að gera. Svo um kvöldið sat ég heima að vinna að ritgerðinni. Á föstudeginum var sama sem ekkert að gera í vinnunni og vann ég því að gögnunum mínum til kl 15 þegar að ég og mamma lögðum af stað til Sarajevo. Jæja nóg í bili og segi ykkur frá helginni seinna.

2 Comments »

  1. Tigi said,

    Fyndið, ég er að vinna með stelpu sem kemur frá Budva. Henni fannst mjög merkilegt að ég ætti vinkonu sem hefði ferðast þangað…
    Ég googlaði staðina sem þú ert búin að vera að ferðast um, ég er ekkert smá abbó, það er allt of fallegt þarna :-/ Mig langar líka!!
    Sakna þín, T.

  2. Tóta said,

    Spánarkvedja frá mér og Rósu sem erum ad sotra breezer saman á spáni 🙂


Leave a comment