Tuesday, 18 July, 2006

Meira fra Bosniu

Posted in Uncategorized at 15:09 pm by lexusinn

Ína mín, gaman að fá komment frá þér og mér þykir vænt um það að þér þyki gaman að lesa bloggið mitt. Ég les þitt alltaf líka út frá Rósu síðu, en hef ekki kommentað, verð að bæta úr því. Einnig þá er alltaf eitthvað að gerast og ég er alltaf að gleyma að setja þitt blogg inn á mitt blogg (eins og ég er enn ekki búin að uppfæra Rósu, eins og ég er nú ánægð með hennar nýju síðu, fínt að koma sér af þessu leiðinda blog.central). Alla veganna ég vil hér og með biðjast afsökunar á því að hafa ENN ekki sett þig inn hjá mér og mun ég bæta úr því við fyrsta tækifæri.

Elsku Tinn Tinn-inn minn, þú ert svo ævintýragjörn og svo þyrst á þekkingu, að það var bara týpiskt þú að leita á internetinu hvar ég er búin að vera. Gaman að heyra að þú færð aldrei nóg af nýjum stöðum og nýrri þekkingu, einnig gaman að einhver skuli haft fyrir því að leita að stöðunum sem ég var á (ég tók auðvitað fullt af myndum, en bæði heima hjá mömmu og í vinnunni í Sanski Most er bara þessi gamla símtenging á netinu og í skrifstofunni í Sarajevo er ekki hægt að setja memory chip inn, því þannig eru þau að verja tölvurnar gegn vírusum. Erfitt fyrir mig að setja myndir inn, því það tekur svooooooo langan tíma).

En jú ég er alveg sammála þér, þetta eru meiriháttar fallegir staðir og ég er svo þakklát fyrir að eiga foreldra sem elska að ferðast, og sem eiga bara 2 börn sem þau vilja mennta, og kynna fyrir heiminum á allan kostnað. Sumir myndu vilja kalla þetta dekur við börnin sín, en svo er ekki. Ég meina jú ok (sorry Monika) þá er systir mín (eða var alla veganna áður en hún fór til S-Ameríku) dekruð. En ég hins vegar þó að mér hafi alltaf boðist allt á silfurplatta frá því að ég var krakki, þá notfæri ég mér það ekki og nýt þess að vera sjálfstæð, vil helst ekki taka við greiðum, peningum, lánum what ever, nema nauðsyn beri að. En svo þegar að það kemur að því að mennta sig og skoða lönd og annað sem ég hef ekki efni á, þá vilja pabbi og mamma frekar borga það fyrir mig og systur mína heldur en að við förum ekki, gerum ekki, sjáum ekki, það er meðan að þau hafa efni á því, og ég er tilbúin að taka við því, ekki bara að því að ég vil, heldur af því að pa og ma heimta það. Svona er bara mín litla fjölskylda, frekar að búa í lítilli íbúð og eiga gamla bíla og svo ferðast og skoða heiminn og eyða öllum sparanlegum pening í börnin sín svo þau geti lært sem mest bæði í venjulegum skóla og skóla lífsins. Er ég þakklát……………….hef ekki orð til að lýsa hversu þakklát ég er……..Pabbi, mamma, þið eruð BEST og ég elska ykkur af öllu mínu hjarta.

En já frá dekri og sentimental statements, þá á ég eftir að segja ykkur hvað hefur drifið á daga mína nýlega. Pabbi fór sem sagt heim til íslands síðasta miðvikudag. Svo vorum ég og mamma bara að vinna stanslaust og fórum um helginga heim til Sarajevo.Síðasta laugardag fórum við eins og vanalega niður á Michel að fá okkur kaffi, lesa blaðið o.s.frv. Nema að í staðinn fyrir að slappa af og sitja í rólegheitum og fara svo heim eftir 3 kaffi, þá vorum við að bíða eftir líkförinni. Ok, hmm hugsið þið. Málið er að núna síðasta þriðjudag var enn ein fjöldajarðarförin í minningargrafreitnum í Potocari, rétt fyrir utan Srebrenica, þar sem öll 8300 plús, mínus fórnarlömb Srebrenica munu vera grafin þegar að þau eru fundin og kennsl borin á þau (þið sem vitið ekki hvað gerðist í Srebrenica 1995, ættið fyrst að skammast ykkar og svo lesa ykkur til um það, endalaust í fréttum og alles, en ef þið vitið enn ekki sendið mér meil, við erum að tala um fyrstu útrýmingar og vonandi síðustu frá því að Hitler var, í Evrópu).En já sem sagt núna 11 júlí eru 11 ár frá the genocide in Srebrenica þetta árið munu 505 manns vera grafnir (ég fór árið 2003 og þá voru að mig minnir um 250 manns grafnir). En já síðasta laugardag voru þau að keyra með allar 505 kisturnar frá Visoko til Potocari og þurfa þau að keyra í gegnum miðbæ Sarajevo. Ég og mamma fórum því kl 12 út á  aðalgötuna (sem var búið að loka fyrir umferð) að sjá þegar að þau keyra frammhjá. Ég meina þetta er eins og þeir myndu keyra í gegnum lækjargötuna, fólk allstaðar á gangstéttinni að horfa og svo keyrir bílalestin frammhjá, löggubílar, bílar með allskonar hérlendu fólki sem sér um uppgreftri/jarðarfarir og annað, og svo 3 risa trukkar og svo eftir þeim aftur nokkrir löggubílar. Ég meina trukkarnir líta út eins og venjulegir trukkar, maður sér ekki kisturnar, EN allir vita að sjálfsögðu hvað er að keyra frammhjá, 505 manns sem voru drepnir með köldu blóði. Áður en bílalestin kemur í augnsjón á götunni, er talað, hlegið og allt það venjulega. Um leið og þeir birtast þá rekur þögn yfir allann bæinn og fólk bara horfir á í þögn, fólk segir bænir í hljóði og gerir tilheyrandi handahreyfingar, fólk tárast, grætur og öll augu einblína á bílalestina meðan að hún fer frammhjá. Ég meina ég missti af líkförinni í gegnum bæinn árið 2003 þó að ég hafði náð að fara í jarðaförina, og þá gat ég bara ímyndað mér (eins og þið eruð að gera núna, hvernig það var), en að vera viðstödd þetta núna er bara ólýsanlegt. Að vera á staðnum, maður finnur fyrir öllum þeim samblötnu tilfinningum sem liggja í loftinu og sem maður finnur hrærast í manni sjálfum og tengja alla viðstadda saman: sorg yfir því sem gerðist, gleði yfir að loksins þessir 505 einstaklingar voru að fara heim í síðasta skipti, sorg fjölskyldumeðlima og landa, gleði yfir því að fjöldskyldan væri að fá lokun á þjáningar sínar……………………svo ótrúlega hjartfólgin stund. Einmitt það sem gerir það, sem við gerum að lifi brauði okkar, svo þess virði.    

Eftir að líkfylgdin keyrði frammhjá byrjuðum við, eins og allir að labba sína leið, ég og mamma ætluðum heim því hún ætlaði á skrifstofuna að vinna en ég ætlaði að vera heima í tölvunni að vinna að mínu. Svo fór mamma að segja að hún hafði verið viðstödd við marga af uppgreftrum fólks frá Srebrenica, hún hafði unnið að beinum þeirra mánuðum saman, hún hafði séð þá keyra framhjá í gegnum Sarajevo á leið “heim” í minningargrafreitinn, og að hún hafði séð þá verið setta í síðasta skipti í jörðina í jarðaförunum. En hún hafði aldrei verið í Potocari þegar að verið er að afferma kisturnar úr trukkunum inn í vöruhúsið, þar sem kisturnar eru geymdar þangað til að jarðaförin verður. Ég sagði því við mömmu að ég hef gert allt það sama og hún (nema að ég hef bara horft á uppgreftri frá Srebrenica people, hef tekið þátt í öðrum uppgröftrum) og að það gæti verið að þetta yrði síðast árið mitt í Bosníu. Við horfum því á hvor aðra í smá stund og eftir að mamma sagði “gætum við” og ég sagði “já, why not” þá tókum við þá ákvörðun að keyra af stað til Potocari á eftir þeim. Við lögðum af stað ca klst eftir þeim frá Sarajevo (tekur 2 tíma að keyra) og náðum þeim um 20 mín áður en þau komu til Potocari. Við fylgdumst með þeim afferma alla þrjá trukkana með hjálp karlkyns fjölsyldumeðlima þeirra látnu plús þeirra sem vildu hjálpa (mannaröð frá trukkunum inn í vöruhús, hver kista borin á milli margra handa og svo raðað niður). Múslimsku konurnar grátandi, fólk labbandi á milli kistanna sem var búið að raða niður til að finna sitt fólk. Aftur þessi ótrúlega hjartnæma tilfinning í loftinu, sorg, sorg, sorg en samt gleði, það er hreinlega ekki hægt að lýsa því hvernig andrúmsloftið er þarna á þeirri stundu, ég hef reynt að hugsa um hvernig ég á að lýsa þessu en bókstaflega get það ekki. Hreinlega get það ekki…………….

Eftir að búið var að koma öllum 505 kistunum fyrir, löbbuðum ég og mamma aðeins um minningar-kirkugarðinn, það var svo brjálað þrumuveður þegar að bílalestin kom til Potocari (sagði einmitt við mömmu að veðrið væri að bjóða strákana sína heim með pompi og pragt), að okkur langaði að skoða hvernig grafirnar sem búið var að grafa fyrir jarðaförina litu út. Jú, jú allar grafirnar voru stút fullar af vatni og þurfti að panta nokkrar auka pumpur til að taka út allt vatnið. Svo fórum við einnig að heimsækja einu af mjög fáum kvennmönnum sem voru drepnar frá Srebrenica, því það voru bara karlar sem að þurftu að flýgja Srebrenica, og þær konur sem dóu, fylgdu annað hvort sínum mönnum og dóu þannig, eða þá guð veit hvað, en þangað til núna þá held ég að hún sé sú eina sem er nú þegar grafin (það eru held ég 5 konur sem verða grafnar núna, 500 karlmenn). En þessi stelpa, fædd 1973 ákvað að labba með kærastanum sínum í burtu frá öllum drápunum í skjól, nema að þau voru drepin á leiðinni. Og þegar að þau fundust af mömmu og öðrum eftir stríð, þá þurfti mamma að skipta beinunum þeirra því þau höfðu verið í faðmlögum þegar að þau dóu. Mamma man því alltaf eftir þeim (fundum ekki gröfina hans munum finna hana á þriðjudag) og við förum alltaf að heimsækja þau, mér finnst þetta nefnilega svo súrsætt. Löbbuðu saman, voru drepin saman, náðu að liggja í faðmlögum þangað til að þau dóu þannig, voru aðskilin þegar að þau fundust sem beinagrindur samvafin, grafin í sama garði en samt í aðskildum grafreitum þar sem þau voru ekki gift, og hver fjölskylda vildi sitt. Jamm SÚR-SÆTT.En jú svona er lífið.

Eftir að hafa fylgst með öllu, skoðað allt, heimsókt grafir fórum við og fengum okkur að borða hjá einum múslima sem hefur komið aftur til Srebrenica (sem núna er full af serbum, ethnic cleansing goes on), svo keyrðum við heim til Sarajevo.Held að þetta sé nóg í bili og mun skrifa aftur á vonandi á fimmtudagsmorgun (nema að ég komist á netið fyrr, er nefnilega í smá ferðalagi þessa vikuna, segi frá því næst).

5 Comments »

  1. Tigi said,

    “Síðasta laugardag fórum við eins og vanalega niður á Michel”… já, þetta geri ég líka reglulega á laugardögum… 😉

    *Snökt* *snökt*… rosa sorgleg saga af parinu sem fékk ekki að vera saman eftir dauðann… Mér finnst þið ættuð að grafa þau upp og setja þau aftur saman :-

  2. Jóna Katrín said,

    Vá! Það er alveg rosalegt að lesa þetta. Þetta hefur án efa verið upplifun út af fyrir sig, aumingja fólkið sem bjó þarna. Maður þakkar bara fyrir hvað það er allt einfalt og öruggt hér á klakanum miðað við hvað er að gerast annars staðar.

  3. MONGA said,

    akkru er tetta liklega sidasta arid titt i bosniu???

  4. Gummi said,

    Þú þarft að fara að koma aftur heim, ég sakna þess að drekka með pabba þínum og skiptast á hetjusögum 🙂

  5. Bjöggi said,

    helvítis stríd…
    mig langar svo ad einhver segi “af hverju geta ekki öll dýrin í skóginum verid vinir?” og ad thad hlusti allir… og thá sé thetta búid…

    en ég er raunsær og veit ad thad gerist ekki…


Leave a comment